Innlent

Allhvöss sunnan átt, allra vestast á landinu í dag

Í dag verður allhvöss sunnan átt allra vestast á landinu en lægir heldur þegar líður á dagnn. Annars staðar verður hægari vindur. Rigning eða skúrir víða um land en þó yfirleitt þurrt allra austast og norðaustast. Hiti 5-8 stig.

Í nótt og á morgun snýst vindur til norðlægrar áttar, fyrst á Vestfjörðum og vestan til á landinu. Snjókoma eða él á Vestfjörðum og víða norðan til þegar líður á morgundaginn. Vægt frost norðvestan til á morgun en áfram milt á landinu sunnan og austanverðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×