Innlent

Miðjan er í bakgarði í Goðalandi

Miðja höfuðborgarsvæðisins er í bakgarði Goðalands 11, það er að segja ef það er reiknað er út frá búsetu í Reykjavík og nágrenni.

Heiðar Þ. Hallgrímsson, arkitekt hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar, hefur um fimm ára skeið reiknað út hvar þungamiðja búsetu á höfuðborgarsvæðinu er. Fyrstu fjögur árin færðist hún til austurs og suðurs í átt að Kópavogi en nú hefur orðið breyting á því. Þungamiðjan færist nú aftur til norðurs og frá Kópavogi. Ekki hefur verið rannsakað hvers vegna þessi breyting hefur orðið en búast má við að uppbygging Grafarholts, Norðlingaholts og Mosfellsbæjar ráði þar miklu um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×