Innlent

Slagsmál víða um land um helgina

Töluvert bar á ofbeldi og slagsmálum víða um land um helgina. Tveir voru fluttir undir læknishendur eftir blóðug slagsmál í Skíðaskálanum í Hveradölum og þrír vistaðir í fangageymslum eftir slagsmál þar. Tveir menn ruddust inn til þess þriðja í Reykjanesbæ og höfðu í hótunum við hann með eggvopnum. Maðurinn slapp með skrekkinn en árásarmennirnir voru handteknir. Þá brutust tvisvar út hópslagsmál á Ísafirði og voru tveir menn handteknir vegna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×