Innlent

Byggingu samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli mótmælt

Forsvarsmenn samtakanna Flugkef, sem berjast fyrir því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar, gagnrýna harðlega fyrirhugaða byggingu samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli. Hver á að borga? Spyrja þeir.

Eins og NFS skýrði frá í gærkveldi stendur til að reisa samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Miðstöðinni er ekki aðeins ætlað að þjóna sem flugstöð heldur á hún að þjóna rútubílum og leysa af Umferðarmiðstöðina. Þessu mótmæla samtökin Flugkef sem berjast fyrir því að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkurflugvallar. Þeir segja: Herinn er að fara og við þurfum að reka keflavíkurvöll sjálf. Hingað til hafi Reykjavíkurflugvöllur verið rekinn með skattfé sem flugfarþegar um Keflavík hafi borgað. Með byggingu Samgöngumiðstöðvar aukist kostnaður við rekstur Reykjavíkurflugvallar. Forsvarsmenn Flugkef spyrja því hver á að borga brúsann? Því skyldu menn t.d. reka tvo flugvelli? Þegar rekstur Keflavíkurflugvallar kemst í hendur Íslendinga verði að nýta þá fjármuni til handa landsbyggðinni.

Bygging samgöngumiðstöðvarinnar á Reykjavíkurflugvelli er ekki háð ákörðun um framtíð flugvallarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×