Innlent

18 mánaða dómur fyrir að rjúfa skilorð

Hérðsdómur Reykjaness.
Hérðsdómur Reykjaness. MYND/Haraldur Jónasson

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í eins og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi fyrir að stela seðlaveski. Maðurinn var þá starfsmaður Samkaupa og stal veskinu af viðskiptavini og tók tíu þúsund krónur út af debetkorti viðkomandi.

Hinn dæmdi hefur ítrekað komist í kast við lögin og í september 2004 var hann dæmdur í 18 mánaða fangelsi, þar af 16 mánuði skilorðsbundna í 3 ár. Með brotinu sem dæmt var fyrir í dag rauf hann skilorðið og var því fyrri dómur tekinn upp. Það var því mat dómsins að refsingin væri hæfileg 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

Dómurinn í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×