Fleiri fréttir

Hluti af starfsemi MS fer á Selfoss

Búist er við að Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar tilkynni á starfsmannafundi klukkan níu, að verulegur hluti starfsseminnar verði fluttur austur á Selfoss í Mjólkurbú Flóamanna.

Á hundrað níutíu og fjögurra kílómetra hraða

Sportbíll mældist á hundrað níutíu og fjögurra kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í nótt, en ökumaður virti stöðvunarmerki lögreglumanna að vettugi og hvarf þeim sýn á svip stundu, þótt þeir reyndu að veita honum eftirför.

Línuskipið Tjaldur tók niðri í Eyjafirði

Línuskipið Tjaldur tók niðri innarlega í Eyjafirði snemma í morgun þegar skipið var að koma úr róðri og kallaði skipstjóri á aðstoð hafnsögubátsins á Akureyri. Hann náði skipinu strax út, sem sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar og verður botninn kannaður í dag.

Þrjú innbort voru framin í söluturna

Þrjú innbort voru framin í söluturna í austurborginni í nótt og meðal annars stolið tóbaki og skiptimynt. Lögreglan útilokar ekki að sömu menn hafi verið að verki í öllum tilvikum, en engin hefur enn verið handtekinn vegna innbrotanna.

Eldur í Strikinu á Akureyri

Nokkurt tjón varð á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, sem áður hét Fiðlarinn, þegar eldur kviknaði við grillið þar í gærkvöld. Staðurinn var þegar rýmdur og þurftu slökkviliðsmenn að rjúfa vegg til að komast að rótum eldsins, en eftir það gekk slökkvistarf vel.

Varnarmál rædd í sumarskóla Háskóla Íslands

Áhrif breytinga í varnarmálum á Ísland og önnur smáríki í Evrópu er meðal þess sem rætt verður í sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, sem hefur nú hlotið styrk frá Evrópusambandinu. Nokkrir helstu fræðimenn á sviði Evrópufræða og smáríkjarannsókna miðla þar þekkingu sinni til íslenskra og erlendra nema.

Mikið um sinuelda af mannavöldum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fjórum sinnum í kvöld vegna sinuelda sem kviknað höfðu af manna völdum. Sinueldarnir, sem kveiktir voru í Hafnarfirði og Breiðholti, voru allir smáeldar sem greiðlega gekk að slökkva.

Eldur á veitingastaðnum Strikinu

Slökkvilið Akureyrar var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði úr vegg í eldhúsi veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Veitingastaðurinn var rýmdur sökum þessa en ekki reynist vera um mikinn eld að ræða og var engum hætta búin. Járnplötur voru rifnar frá veggnum og reyndust vera smávægilegar skemmdir í veggnum þar sem eldurinn hafði kviknað.

Munur á ævilengd karla og kvenna minnkar enn

Munur á ævilengd karla og kvenna hér á landi minnkar enn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þá er Ísland með lægstu tíðni yfir ungbarnadauða í heiminum.

Óánægja með frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Óánægja er innan flokksins með hvernig staðið var að kynningu frumvarpsins en málið var rætt á þingflokksfundi nú undir kvöldið.

Mikill áhugi fyrir listdansi hér á landi

Það vantar ekki listdansáhugann hjá nemendum Stúdentadansflokksins sem samhliða dansnáminu stunda allir krefjandi háskólanám. Stúdentadansflokkurinn var stofnaður formlega 1. febrúar síðastliðinn en það er Margrét Anna Einarsdóttir sem á veg og vanda að stofnun hans.

Aflaheimildir af norsk-íslenskri síld hækka um 35,22%

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka aflaheimildir af norsk-íslenskri síld um 35,22 prósent á þessu ári. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2006 hafi þessi ákvörðun verið tekin.

Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauck og Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu.

Landsbjörg í gæslueftirlit

Landhelgisgæslan á í viðræðum við björgunarsveitir landsins um þátttöku þeirra í eftirliti á íslensku hafsvæði. Aðmíráll bandarísku strandgæslunnar hafði óvænt viðdvöl hér á landi í gær og ræddi við forstjóra gæslunnar um samstarf.

Staðlausir stafir um að ekki mætti skilja grunnnetið frá

Ráðamenn héldu fram staðlausum stöfum og tómri vitleysu þegar þeir sögðu nauðsynlegt að selja grunnnetið með þegar Landssíminn var einkavæddur. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ljósi viðræðna Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um hugsanlega sölu grunnnetsins.

Álver í Helguvík á fleygiferð

Viðræður um að flýta smíði álvers í Helguvík eru komnar á fulla ferð með þátttöku Orkuveitu Reykjavíkur. Það gerist þrátt fyrir andstöðu vinstri grænna í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn Reykjavíkur. Verkalýðsfélög á Suðurnesjum skoruðu í dag á Orkuveituna að koma að verkefninu. Búist er við að það skýrist í næstu viku hver þáttur Orkuveitunnar geti orðið í rafmagnssölu til álversins.

Annað setuverkfall í næstu viku

Einungis grunnþörfum heimilisfólks var sinnt á átta dvalarheimilum aldraðra í dag vegna setuverkfalls ófaglærðra starfsmanna. Annað setuverkfall hefur verið boðað í næstu viku sem standa á í tvo sólarhringa.

Níu ökumenn teknir fyrir hraðakstur

Umferðarmál voru stærsti málaflokkur liðinnar viku hjá lögreglunni á Hvolsvelli líkt og endranær. Níu ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs og tilkynnt var um tvær bílveltur. Ökumenn og farþegar sluppu með minniháttar meiðsl en bílarnir eru mikið skemmdir.

Upplýsingablaða gefið út um Fjarðarbyggð

Sveitafélagið Fjarðarbyggð hefur gefið úr sérstakt blað um sveitafélagið í rúmlega 60.000 eintökum. Í blaðinu er sagt frá þeirri uppbyggingu sem á sér stað í sveitafélaginu en í júní í sumar, þegar Mjóafjarðarhreppur, Austurbyggð og Fáskrúðsfjarðarhreppur sameinast undir nafninu Fjarðarbyggð, þá verður sveitafélagið fjölmennasta sveitafélagið á Austurlandi.

Ófært á nokkrum stöðum á landinu

Vegagerðin varar við ófærð á nokkrum stöðum á landinu. Ófært er yfir Klettsháls á Vestfjörðum en þar er stórhríð. Þá er komin stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði og Eyrarfjalli í Ísafjarðardjúpi. Á Norður- og Austurlandi er víða éljagangur, skafrenningur og hálka en víða er leiðinlegt ferðaveður. Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi á Austurlandi.

Frumvarp um hlutafélagsvæðingu RÚV úr nefnd í dag

Það kom til átaka í menntamálanefnd Alþingis í dag er meirihlutinn hafnaði kröfu minnihlutans um að ræða frumvarp um Ríkisútvarpið samhliða nýju fjölmiðlafrumvarpi. Málinu hefur verið vísað úr nefnd þrátt fyrir bullandi ágreining. Fulltrúi vinstri grænna segir nauðsynlegt að ræða málin í samhengi.

Ótækt að fyrirtæki eigi aðgang að umheimi undir skoskum rottum

Ótækt er að íslensk fjármálafyrirtæki og rannsóknarstofnanir eigi samband sitt við umheiminn undir rottugangi á skosku hálendi. Athugasemdir í þessum dúr komu fram á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem samgönguráðherra var inntur eftir því hvernig hann hygðist bæta netsamband við útlönd í ljósi eilífra vandkvæða með Farice-sæstrenginn.

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald vegna ráns í Mosfellsbæ

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa framið rán, í félagi við tvo aðra, í bensínafgreiðslustöð í Mosfellsbæ síðastliðið sunnudagskvöld. Maðurinn var einn þegar hann réðst til atlögu en hann er grunaður um að hafa numið á brott með sér á milli 50.000 til 60.000 krónur í reiðufé. Það er mat lögreglu að rannsóknarhagsmunir séu það ríkir á þessu stigi málsins og hinn grunaði geti torveldað rannsókn málsins fái hann að ganga laus á meðan á rannsókn stendur. Hinn grunaði skal því sæta gæsluvarðhaldi fram til 3. apríl næstkomandi.

Samruni grunnneta til Samkeppnisstofnunar

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að hugsanlegur samruni eða samvinna Orkuveitu Reykjavíkur og Símans um grunnnet í jörðu hljóti að koma inn á borð Samkeppnisstofnunar ef af verður.

Fallist á stækkun Hellisheiðarvirkjunnar

Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunnar með sjö skilyrðum. Úrskurður stofnunarinnar er samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og má finna í heild sinni á heimasíðu Skipulagsstofnuar; www. skipulag.is. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur fram til 2. maí næstkomandi.

Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna

Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar sem veitt verða 1. maí næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á því sem vel er gert og vera hvatning þeim sem vinna ötullega að jafnréttismálum.

Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári

Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2005. Þar kemur einnig fram að aukningin gefi til kynna að kynbundið ofbeldis sé enn stórt vandamál í samfélaginu og það fari ekki minnkandi.

Gott að búa í Skagafirði

Níu af hverjum tíu íbúum í Skagafirði eru ánægðir með að búa í Skagafirðinum. Þetta kemur fram í könnun sem IMG-Gallup vann fyrir sveitafélagið nýverið og var úrtakið 1200 manns. Íbúar eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitafélagsins líkt og leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Þurfum að fjölga líffæragjöfum

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að samgönguráðherra tryggi með reglugerð um ökuskírteini að á þeim séu upplýsingar um vilja til líffæragjafar. Á Íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norðurlöndum. Hér deyja fleiri sem bíða eftir líffæraflutningi heldur en þeir sem fá þau líffæri sem þeir þurfa.

Nýr sendiherrabústaður opnaður í Berlín

Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í gær. Það eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson sem teiknuðu húsið en þau hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í opinni samkeppni árið 2003.

Leikskólagjöld lækkuð í Kópavogi

Leikskólanefnd Kópavogs samþykkti fyrr í dag að lækka leikskólagjöld í sveitarfélaginu um þrjátíu prósent. Lækkunin tekur gildi eftir tvo daga, þann fyrsta apríl.

Upplýsingasíða um fuglaflensu opnuð í dag

Upplýsingasíða um fuglaflensu hefur verið opnuð en það er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem hefur umsjón með síðunni í umboði borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra sex sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Slóð síðunnar er fugleflensa.is en markmið með síðunni er að auðvelda fólki aðgang að réttum upplýsingum um fuglaflensu, hvað sé verið að gera, hvað beri að varast og hvers megi vænta ef fuglaflensan berst hingað til landsins.

Áfrýja ákvörðun um afnám hámarkstaxta

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um afnám hámarkstaxta leigubifreiða til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá hyggst leigubílastöðin Hreyfill sækja um undanþágu til eftirlitsins til að halda áfram að styðjast við samræmda gjaldskrá

Starfshópur gerir tillögur að tryggu netsambandi

Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögu að því hvernig tryggja megi varanetsamband við útlönd í framtíðinni. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni, um hvernig tryggja ætti netsamband við útlönd.

Dæmd fyrir vopnaeign og fíkniefni

Maður og kona voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands fyrir fíkniefnabrot og geymslu á vopnum án tilskilinna leyfa. Maðurinn var dæmdur í 150 þúsund króna sekt og konan dæmd til að greiða 400 þúsund króna sekt.

Eldur í sinu

Sinueldur kom upp fyrir ofan Grafarholt rétt um hádegisbilið og barst reykur yfir efstu hús. Að sögn slökkviliðsins náði eldurinn talsverðri útbreiðslu og mikill reykur steig til himins. Eldurinn barst þó ekki nærri húsum og var því ekki hætta á ferðum.

Dæmdur í 140.000 króna sekt

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 140 þúsund krónur í sekt og svipt hann ökuréttindum í sex mánuði fyrir að aka bíl sínum undir áhrifum lyfja og örvandi efna.

Skammvinnt rafmagnsleysi við Elliðavatn

Rafmagnslaust varð í byggðum við Elliðavatn um hálftvö eftir að grafið var í háspennustreng í Norðlingaholti. Rafmagnslaust varð í húsum við Hvörf og Vöð enstarfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru snöggir að kippa málum í liðinn og var rafmagn aftur komið á um hálfri klukkustund eftir að rafmagnslaust varð.

Óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði fyrir bí

Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði lögð af með nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu stofnunarinnar og fleiri stofnana í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þrátt fyrir að bankarnir hafi aukið lánastarfsemi sína úti á landi séu veik svæði sem stofnun eins og Byggðastofnun verði að sinna.

Háspennubilun í Norðlingaholti

Háspennubilun varð í Norðlingaholti fyrir stundu. Rafmagnslaust er í byggðum við Elliðavatn, í Vöðum og Hvörfum. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að leit að biluninni standi yfir og verði rafmagni komið á eins fljótt og auðið er.

Utanríkisstefna mótuð í lokuðum hópi

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar, að stefnumótun íslenskrar utanríkisþjónustu sé of lokuð, hún fari eingöngu fram innan veggja Utanríkisráðuneytisins og taki ekki mið af sjónarmiðum utanríkismálanefndar þingsins, félagasamtaka eða almennings. Þetta kom fram á fyrirlestri hennar hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær.

Áhugi á samstarfi tengist brottflutningi Varnarliðsins

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur aukinn áhuga yfirmanns bandarísku strandgæslunnar á samstarfi við Landhelgisgæsluna, vera í samhengi við brottflutning Varnarliðsins héðan. Georg var með skömmum fyrirvara boðaður til fundar við yfirmann strangdgæslunnar í gær.

Ekkert nýtt komið fram í gögnum Vilhjálms

Ríkisendurskoðun telur ekkert koma fram í gögnum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum sem styðji þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur dragi af gögnum. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar vegna málsins.

Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis

Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis er farin að sýna á sér nýjar hliðar, en Icelandair er eini auglýsandinn í Morgunblaðinu í dag. Icelandair Group keypti allt auglýsingapláss í Morgunblaðinu í dag.

Sjá næstu 50 fréttir