Innlent

Upplýsingasíða um fuglaflensu opnuð í dag

Mynd/Vísir

Upplýsingasíða um fuglaflensu hefur verið opnuð en það er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem hefur umsjón með síðunni í umboði borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra sex sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Slóð síðunnar er fugleflensa.is en markmið með síðunni er að auðvelda fólki aðgang að réttum upplýsingum um fuglaflensu, hvað sé verið að gera, hvað beri að varast og hvers megi vænta ef fuglaflensan berst hingað til landsins. Slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem jafnframt er framkvæmdarstjóri Almannavarnarnefndar höfuðborgarsvæðisins, mun hafa yfirumsjón og samræma aðgerðir ef vandi skapast vegna fuglaflensunnar. Slökkviliðsstjóri mun verða tengliður milli sveitafélaganna og ríkisins til að tryggja rétta og hraða upplýsingamiðlun og að viðbúnaður og aðgerðir sveitafélganna sé í samræmi við það sem þeim er ætlað að sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×