Innlent

Dæmd fyrir vopnaeign og fíkniefni

Maður og kona voru dæmd í Héraðsdómi  Vesturlands  fyrir fíkniefnabrot og geymslu á vopnum án tilskilinna leyfa. Maðurinn var dæmdur í  150 þúsund króna sekt og konan dæmd til að greiða 400 þúsund króna sekt.

Samkvæmt dómnum eru gerð upptæk Colt skammbyssa ásamt skotum, Remington haglabyssa, Enfield riffill, Brno riffill, startbyssa, fjöldi riffilskota, lítil sprengja, hljóðdeyfir og hnífar. Einnig voru gerð upptæk 78,56 grömm af kannabisefni og 0,85 grömm af kókaíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×