Innlent

Staðlausir stafir um að ekki mætti skilja grunnnetið frá

Ráðamenn héldu fram staðlausum stöfum og tómri vitleysu þegar þeir sögðu nauðsynlegt að selja grunnnetið með þegar Landssíminn var einkavæddur.

Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ljósi viðræðna Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um hugsanlega sölu grunnnetsins.

Síminn og Orkuveita Reykjavíkur hafa undanfarnar tvær vikur átt í viðræðum sem gætu leitt til þess að Orkuveita keypti grunnetið af Símanum. Í umræðum á Alþingi um sölu Landssímans komu fram háværar raddir, meðal annars frá stjórnarþingmanninum Kristni H. Gunnarssyni, um að skilja ætti svokallað grunnnet frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×