Innlent

Eldur á veitingastaðnum Strikinu

Frá Akureyri.
Frá Akureyri. Mynd/Vísir

Slökkvilið Akureyrar var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði úr vegg í eldhúsi veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Veitingastaðurinn var rýmdur sökum þessa en ekki reynist vera um mikinn eld að ræða og var engum hætta búin. Járnplötur voru rifnar frá veggnum og reyndust vera smávægilegar skemmdir í veggnum þar sem eldurinn hafði kviknað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×