Innlent

Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna

Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar sem veitt verða 1. maí næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á því sem vel er gert og vera hvatning þeim sem vinna ötullega að jafnréttismálum. Jafnréttisverðlaunin verða veitt innan borgarinnar, það er til starfeiningar sem hefur unnið markmvisst að jafnréttismálun, hvort sem er á sviði þjónustu, í starfsmannamálum eða með öðrum hætti. Þá verður einnig veitt viðurkenning til frjálsra félagasamtaka eða einstaklingis sem hefur sýnt frumkvæði og unnið að jafnréttismálum í Reykjavík. Tilnefningar, ásamt stuttum rökstuðningi, sendist á netfangið jafnretti@reykjavik.is til og með 24. apríl n.k.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×