Innlent

Landsbjörg í gæslueftirlit

Landhelgisgæslan á í viðræðum við björgunarsveitir landsins um þátttöku þeirra í eftirliti á íslensku hafsvæði. Aðmíráll bandarísku strandgæslunnar hafði óvænt viðdvöl hér á landi í gær og ræddi við forstjóra gæslunnar um samstarf.



Björgunarsveitir landsins búa yfir miklum tækjakosti og mannafla. Landsbjargarmenn og Landhelgisgæslan eru í viðræðum um samstarf, samkvæmt heimildum NFS. Til þessa hafa viðræðurnar verið óformlegar en formlegar viðræður fara af stað á næstu dögum. Margar hugmyndir hafa komið fram um aukið hlutverk björgunarsveita en viðmælandi NFS benti á að björgunarskip gætu sinnt eftirlits- og löggælsuhlutverki á hafsvæðinu við landið í samstarfi við gæslunna.

Fjórtán öflug björgunarskip eru í flota Landsbjargar sem geta mörg hver farið í vályndum veðrum djúpt útí lögsöguna. Gæslan myndi vera um borð. Í samstarfinu yfrði byggt á samningi frá liðnu ári um aukið samstarf björgunarsveita og gæslunnar og það skoðað nú í ljósi breyttrar stöðu í öryggis og varnarmálum þjóðarinnar. Auk stórra björgunarskipa, eiga bjröguanrsveitir tugi strandbáta. Innan vébanda Landsbjargar eru 18000 félagsmenn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×