Innlent

Þurfum að fjölga líffæragjöfum

MYND/Haraldur Jónasson

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að samgönguráðherra tryggi með reglugerð um ökuskírteini að á þeim séu upplýsingar um vilja til líffæragjafar. Á Íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norðurlöndum. Hér deyja fleiri sem bíða eftir líffæraflutningi heldur en þeir sem fá þau líffæri sem þeir þurfa.

Flutningsmenn þingsályktunartillögu um málið telja það mikilvægt að fjölga íslenskum líffæragjöfum. Nauðsynlegt er að upplýsingar um vilja til líffæragjafar verði sem aðgengilegastar. Ágúst Ólafur telur vandfundna heppilegri leið en að notast við upplýsingar á ökuskírteini viðkomandi til að gera þann vilja aðgengilegan.

Hann bendir einnig á að oft séu fórnarlömb bílslysa heppilegir kandidatar til líffæragjafa og því gott að geta gengið að upplýsingum um vilja til líffæragjafa á ökuskírteini. Eins og nú er þurfi að leita upplýsinga hjá aðstandendum um það hvort hinn nýlátni hafi viljað gefa úr sér líffæri og það sé oftast mjög sársaukafull ákvörðun hafi ekki legið fyrir skýr tilmæli frá viðkomandi. Ef þessar upplýsingar væru settar inn á ökuskírteini þá myndi það líklega leiða til þess að fleiri gerðu upp hug sinn varðandi líffæragjafir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×