Innlent

Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis

Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis er farin að sýna á sér nýjar hliðar, en Icelandair er eini auglýsandinn í Morgunblaðinu í dag. Icelandair Group keypti allt auglýsingapláss í Morgunblaðinu í dag. Morgunblaðið er prentað í 120 þúsund eintökum í dag og því dreift um allt land , og einnig er stærra upplagi í flugvélum Icelandair en vanalega.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, segir að þessi auglýsingapakki í Morgunblaðinu í dag sé upphafið að auglýsinga- og ímyndarherferð fyrirtækjanna innan Icelandair Group sem standa á næstu vikur og mánuði.Innan Icelandair Group eru 10 fyrirtæki sem sinna áætlunar, frakt og leiguflugi, hótelrekstri og annari ferðaþjónustu "Við erum sífellt að leita nýrra leiða til að kynna starfsemi okkar og við ákváðum að fara þessa leið. sagði Jón Karl í Morgunblaðinu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×