Innlent

Ótækt að fyrirtæki eigi aðgang að umheimi undir skoskum rottum

Ótækt er að íslensk fjármálafyrirtæki og rannsóknarstofnanir eigi samband sitt við umheiminn undir rottugangi á skosku hálendi. Athugasemdir í þessum dúr komu fram á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag þar sem samgönguráðherra var inntur eftir því hvernig hann hygðist bæta netsamband við útlönd í ljósi eilífra vandkvæða með Farice-sæstrenginn.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði samgönguráðherra á Alþingi í dag hvernig hann hyggðist efla eða endurnýja nettengingu Íslendinga við umheiminn í ljósi þess að samband um Farice sæstrenginn hafi rofnað 14 sinnum á síðasta ári og ennfremur í ljósi þess hversu strengurinn er dýr í rekstri. Hvort tveggja væri fyrirtækjum á sviði fjármála og rannsóknastofnana til mikilla trafala í rekstri sínum og skaðaði samkeppnishæfni þeirra við erlenda keppinauta. Tryggja verði stöðugleika.

Samgönguráðherra tók undir það með þingmönnununum að vandkvæði væru með Farice strenginn. Ekki lofaði hann þó nýjum vara sæstrengi til að tryggja órofið samband við umheiminn enda það á könnu símafyrirtækja og þau ekki reiðubúin til þess að svo komnu. Hann ætlar að stofna nefnd til að fara yfir málið.

Starfshópinn munu skipa stærstu meðeigindur ríkisins í Farice auk tveggja fulltrúa frá Samtökum atvinnulífisins og fulltrúum Sambands banka og verðbréfafyrirtækja. Ráðherrann leggur áherslu á að vinnu nefndarinnar verðið hraðað sem kostur er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×