Fleiri fréttir Miriam Makeba væntanleg á Listahátíð Listahátíð í Reykjavík verður haldin í tuttugasta skipti nú í vor. Mikil áhersla er lögð á tónlist að þessu sinni en meðal gesta hátíðarinnar verður hin heimsþekkta afríska söngkona Miriam Makeba. Á blaðamannfundi í Iðnó í dag var dagská hátíðarinnar kynnt og nýr vefur listahatid.is var opnaður. Um fimmtíu viðburðir með þáttöku tæplega sex hundruð listamanna verða á hátíðinni. Mun fjöldinn allur af tónlistarmönnum koma fram en megináhersla er á tónlist að þessu sinni. 28.2.2006 15:45 Verðlaun í ljóðasamkeppni 28.2.2006 14:45 Hátt í hundrað tonn af saltkjöti ofan í landann Búast má við að landinn láti ofan í sig hátt í hundrað tonn af saltkjöti í dag þegar hann fagnar sprengideginum. Þá eru ótaldar bauninar sem fylgja þessum þjóðarrétti Íslendinga á þessum degi. 28.2.2006 14:30 Lífið að komast í samt horf hjá Hjálparsveitinni í Hveragerði Vel hefur gengið að fylla í skörðin eftir að kviknaði í út frá flugeldum í húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. Sveitin hefur hvarvetna mætt miklum velvilja og hefur m.a. fengið GPS-tæki og talstöðvar að gjöf. 28.2.2006 14:15 Verðbólgan áfram yfir þolmörkum Verðbólgan mun áfram vera yfir efri þolmörkum og mælast 4,2 prósent ef verðbólguspá Íslandsbanka mun ganga eftir. Þetta verður þá 23 mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan er umfram markmið Seðlabankans en verðbólgumarkmið hans er 2,5 prósent. Þá mun vísitala neysluverðs hækka um 0,9 prósent ef spáin gengur eftir. 28.2.2006 13:45 SPES byggir í Tógó Þróunarsamvinnustofnun Íslands og SPES-barnahjálp hafa gert með sér samkomulag um að ÞSSÍ styrki byggingu nýs húsnæðis í barnaþorpi samtakanna í Lomé í Tógó. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ÞSSÍ hljóðar kostnaðaráætlun við bygginguna upp á 65.000 evrur eða rúmar fimm milljónir íslenskra króna og nemur styrkur ÞSSÍ til byggingarinnar um 40 prósent af upphæðinni eða um 2 milljónir króna. 28.2.2006 13:45 Atkvæðagreiðsla vegna verkfalls slökkviliðsmanna hafin Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu á hádegi að greiða um það atkvæði hvort boða eigi til verkfalls sem hefjast á um miðjan marsmánuð. Um 280 atvinnuslökkviliðsmenn eru á kjörskrá og er kosið í deildum þeirra víða um land. 28.2.2006 13:30 Gufumökkur yfir stóru svæði á Reykjanesbraut Mikið umferðaröngþveiti varð á Reykjanesbraut til móts við Sprengisand og í Ártúnsbrekku á áttunda tímanum í morgun eftir að önnur aðal heitavatnsæð Orkuveitunnar frá Reykjum til borgarinnar sprakk og gufumökk lagði yfir stórt svæði. 28.2.2006 12:45 Ísland í 13. sæti yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. 28.2.2006 12:30 Ólína ósátt við Menntamálaráðuneytið Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að menntamálaráðuneytið hafi ekki stutt nægilega það sáttaferli sem ráðuneytið kom af stað í haust. Ólína var gestur fréttavaktarinna fyrir hádegi en mikill styrr hefur staðið um starf hennar sem skólameistari undanferin misseri. 28.2.2006 12:15 Ljósmæður óánægðar með samningskjör fyrir heimaþjónustu Samningur milli Ljósmæðrafélags Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins rennur út á miðnætti í kvöld og enginn fundur er boðaður milli ljósmæðra og Tryggingastofnunar. Ljósmæður segja verktakagreiðslur fyrir heimaþjónustu lágar, því að starfinu fylgi mikil binding og ekki sé greitt aukalega fyrir akstur á milli staða eða annan útlagðan kostnað. Ljóst er að heimaþjónusta sparar ríkinu gríðarlega fjárhæð miðað við sængurlegu. 28.2.2006 11:55 Fjórðungur karlmanna á Austurlandi útlendingar Fjórðungur karlmanna á Austurlandi er með erlent ríkisfang samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfall erlendra ríkisborgara er hæst í þeim landshluta, eða 17,6 prósent, sem má væntanlega rekja til stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. 28.2.2006 10:30 Umferð komin í samt lag aftur Umferð um Reykjanesbraut og Ártúnsbrekku er komin í samt lag eftir mikið öngþveiti, sem skapaðist þegar önnur aðal æð hitaveitunnar frá Reykjum í Mosfellsbæ til borgarinnar, sprakk í stokk undir Reykjanesbrautinni á móts við Sprengisand á áttunda tímanum í morgun. Við það flæddi heitt vatnið upp á vestari vegahelminginn og beljaði niður í niðurföll, en samtímis steig upp gufustrókur sem birgði ökumönnum sýn. 28.2.2006 09:58 Viljla álver við Eyjafjörð L-listi, listi fólksins á Akureyri skorar á Alcoa að reisa álver á Dysnesi við Eyjafjörð. Á almennum fundi flokksins í gærkvöldi var samþykkt að senda frá sér ályktun þar sem fram kemur að flokkurinn telji Eyjafjörð besta kostinn fyrir álver Alcoa og er fyrirtækið boðið velkomið til Eyjafjarðar. 28.2.2006 09:45 Umferðartafir vegna brostinnar hitaveituæðar Önnur aðalæð hitaveitunnar frá Reykjum í Mosfellsbæ til borgarinnar brast fyrir stundu rétt við Reykjanesbrautina þar sem æðin kemur yfir Elliðaárnar og hefur heitt vatn skapað mikla gufustróka, sem truflað hafa umferðina, sem meira og minna er í hnút í Ártúnsbrekku og á Reykjanesbrautinni í átt að Breiðholti. 28.2.2006 08:48 Bensínlítrinn hækkar hjá Esso og Olís Olíufélögin Esso og Olís hækkuðu bensínlítrann um tvær og fimmtíu í gær og er hann nú kominn í tæpar 112 krónur í sjálfsafgreiðslu og díselolían er krónu ódýrari. Þetta er nokkuð snörp hækkun eftir þrjár verðlækkanir að undanförnu. 28.2.2006 08:15 Bjargaði aldraðri konu úr þjónustuíbúð sem kviknað hafði í Kona á vakt í þjónustuíbúðum aldraðra á Selfossi kom aldraðri konu til bjargar eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar laust fyrir miðnætti og kom henni út í tæka tíð. Báðar voru fluttar á sjúkrahúsið á Selfossi vegna snerts af reykeitrun og dvöldu þar í nótt, en báðar eru að jafna sig. 28.2.2006 07:30 Banaslys á Sæbrautinni í nótt Banaslys varð á Sæbraut, við gatnamótin að Kringlumýrarbraut, um klukkan hálfeitt í nótt. 19 ára stúlka, sem var ein í bíl sínum á austurleið eftir Sæbraut, missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af akbrautinni og braut niður tvo ljósastaura uns hann staðnæmdist á þeim þriðja. 28.2.2006 06:54 Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka Úrvalsvísitalan hefur því lækkað um rúm 3% á þeirri viku sem liðin er frá því að Fitch Ratings breytti horfum í lánshæfismati ríkissjóðs Ísland úr stöðugu í neikvætt. Mest lækkuðu hlutabréf í FL-Group í dag eða um tæp 3% en bréf í Straumi lækkuðu um 1,5% prósent. Gengi krónunnar styrktist í dag um 0,5%. 27.2.2006 23:06 Fyrsta nethappdrættinu á Íslandi hleypt af stokkunum Fyrsta rafræna happdrættinu hér á landi var hleypt af stokkunum í dag hjá Kiwanisklúbbnum Setbergi. Forsvarsmaður klúbbsins segir þetta tímamót í fjáröflun á Íslandi. 27.2.2006 22:18 Kópavogur brátt bær turnanna Framkvæmdir eru hafnar við hæsta hús á Íslandi á Smáratorgi. Búið er að samþykkja annað verslunarháhýsi hinu megin við götuna og umsókn fyrir það þriðja liggur fyrir. Oddviti minnihlutans í Kópavogi telur gatnakerfi Kópavogs engan veginn í stakk búið til að taka við þeirri umferð sem fylgir háhýsunum. 27.2.2006 22:10 Umsóknum um almenn íbúðalán fækkaði um 27% Afgreiddum umsóknum hjá Íbúðalánasjóði um almenn íbúðalán fækkaði um 27%,rúmlega fjórðung, á milli áranna 2004 og 2005. Heildarfjárhæð almennra útlána jókst hins vegar um rúma þrettján milljarða. Á síðasta ári voru tæplega átta þúsund umsóknir afgreiddar hjá sjóðnum. 27.2.2006 22:09 Ökumaður blindaðist af sólinni og keyrði á bifhjól Keyrt var aftan á létt bifhjól á Hlíðarvegi í Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í dag. Ökumaður blindaðist af sólinni og sá ekki bifhjólið og ökumann þess. Bifhjólið lenti í veg fyrir bíl sem kom úr gangstæðri átt við áreksturinn en engann sakaði. Bifhjólið skemmdist töluvert og bílarnir sömuleiðis, en mikil mildi þykir að ökumennina þrjá sakaði ekki við áreksturinn. 27.2.2006 21:58 Mikill áhugi fyrir arabísku Mikill áhugi er fyrir arabísku hér á landi og komust færri að en vildu á arabískunámskeið sem kennt er í Alþjóðahúsi um þessar mundir. 27.2.2006 20:16 Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra segir heilbrigðisráðherra. Hann vill að meiri áhersla verði lögð á uppbyggingu léttari þjónusturýma. 27.2.2006 19:36 Enginn árangur af sáttafundi Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú undir kvöldið. Annar fundur hefur verið boðaður í hádeginu á morgun en samkvæmt heimildum NFS er enn nokkuð langt í land með að samkomulag náist. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í síðustu viku heimild til boðun verkfalls um allt land. 27.2.2006 19:26 Baugsmeðferð kann að brjóta gegn Mannréttindasáttmála Ef ákæruvaldið kýs að ákæra að nýju í þeim 32. ákæruliðum sem Hæstiréttur vísðai frá dómi í október kann það að stangast á við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Danski lögmaðurinn, Tyge Trier sem Baugur fékk til að meta þetta mál. Hann segirst myndu ráðleggja sakborningum að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins ef ákært verður í þessum liðum á nýjan leik. 27.2.2006 19:17 Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra segir ekki víst hvort hann geti útvegað fjármagn á fjárlögum næsta árs, þannig að hægt verði að leysa úr vanda eldri hjóna sem ekki geta búið saman vegna veikinda annars þeirra. 27.2.2006 19:14 Sorg á Akureyri Ungu mennirnir tveir úr Eyjafirði, sem voru í för með mönnunum sem hröpuðu niður í jökulsprungu á Hofsjökli um helgina með þeim afleiðingum að annar lést, eru miður sín eftir atburðina. 27.2.2006 19:10 Neitar að hafa vitað um vangoldin opinber gjöld Fram kom í máli Eyjólfs Sveinssonar í aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur að hann segist ekki hafa vitað um vangoldin opinber gjöld ýmissa fyrirtækja sem hann var í forsvari fyrir. Aðalmeðferð gegn honum og níu öðrum hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 27.2.2006 18:48 Báðir mennirnir enn á gjörgæslu Líðan mannsins sem féll af þaki við Lyngás í Garðabæ í síðustu viku er stöðug. Hann er alvarlega slasaður en hann er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans-háskólasjúkrahúss. Maðurinn sem var í bíl sem fór ofan í sprungu upp á Hofsjökli um helgina er enn á gjörgæslu en ástand hans er stöðugt. Hann er alvarlega slasaður en með meðvitund. 27.2.2006 16:42 Ekki víst hvort fjárveiting fáist Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ekki víst hvort fjárveiting fáist í rekstur hjúkrunarheimila aldraðra svo hægt sé að nýta framkvæmdasjóð aldraðra einvörðungu í uppbyggingu og viðhald húsnæðis eins og ætlast er til. 27.2.2006 14:54 Töluverðar annir hjá lögreglunni í Hafnarfirði Talsvert mikið var að gera í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði þessa helgi. Margar tilkynningar og kvaranir bárust vegna ölvunar, bæði unglinga og hinna eldri. Þá bárust einnig allmargar kvartanir vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 27.2.2006 14:45 Segir skýr merki um að hækkanir á fasteignum séu í rénun Fjármálaráðuneytið telur að þess séu nokkuð skýr merki að þær verðhækkanir sem einkenndu fasteignamarkaðinn í upphafi síðasta árs séu í rénun. Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að fasteignaverð hafi staðið í stað á undanförnum mánuðum sem komi fram í því að hratt dragi úr mánaðarlegum hækkunum. 27.2.2006 14:00 Bolla, bolla, bolla! Bolludagurinn er í dag. Að gæða sér á bollum og öðru góðgæti á þessum mánudegi í föstuinngangi er siður sem barst hingað til lands seint á nítjándu öld frá Danmörku og hefur haldist hér æ síðan. Nafnið á deginum er þó alíslenskt og er fyrst notað rétt eftir aldarmótin nítjánhundruð. Langflestir Íslendingar gæða sér á bollum í dag og nú er úrvalið orðið meira en áður og bollutegundirnar sem bakarar bjóða uppá og mikið er að gera hjá þeim á þessum góðgætisdegi 27.2.2006 13:30 Tilboði í íbúðir þriðjungur af brunabótamati Byggðaráð Dalabyggðar hefur hafnað tilboðum í sjö félagslegar íbúðir í Búðardal þar sem þau voru alltof lág. Einn og sami fjárfestirinn bauð í þær allar samtals 33 milljónir króna eða innan við fimm milljónir í hverja íbúð að meðaltali. 27.2.2006 13:15 Telur samstarf við sjálfstæðismenn ólíklegt eftir kosningar Þingflokksformaður Vinstri - grænna telur afar litlar líkur á meirihlutasamtarfi flokksins og Sjálfstæðisflokksins að loknum borgarstjórnarkosningum í vor. Þá telur hann að Svandís Svavarsdóttir ætti að verða borgarstjóri ef Samfylkingin og Vinstri - grænir vinna áfram saman. 27.2.2006 13:00 Engin svartsýni þrátt fyrir rýra vertíð Þau fáu loðnuskip sem enn eru að veiðum á þessari óvenju rýru vertíð, þar sem aðeins mátti veiða um 170 þúsund tonn, eru um það bil að slá botninn í hana. Nokkur eru búin með kvóta sína og hafa lagst við bryggju, önnur eru á landleið úr síðustu veiðiferð en nokkur eru enn að veiðum, sem ganga vel þegar bjart er af degi. 27.2.2006 12:45 Landsbjörg sátt við frammistöðuna Forsvarsmenn Landsbjargar og Landhelgisgæslu eru ánægðir með björgunaraðgerðir við mjög erfiðar aðstæður á Hofsjökli á laugardag þrátt fyrir að þrír tímar hafi liðið þar til komið var niður í sprunguna til hinna slösuðu. 27.2.2006 12:20 Fiskútflytjendur búa sig undir aukna eftirspurn Fiskútflytjendur búa sig allt eins undir stóraukna eftirspurn eftir fiski á Evrópumörkuðum, eftir að fuglaflensa greindist í alifuglabúi í Frakklandi um helgina. 27.2.2006 12:04 Fáklæddur á flókatöflum á Suðurlandsvegi Í mörgu var að snúast hjá lögreglumönnum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í liðinni viku og segir í dagbók lögreglunnar þar að sumir ökumenn hafi hagað akstri sínum líkt og kýr sem sleppt er út í fyrsta skipti á góðum vordegi. Þá óku lögreglumenn fram á fáklæddan karlmann á flókatöflum á Suðurlandsvegi. 27.2.2006 11:30 Niðurgreiðslur vegna barna í einkareknum leikskólum hækkaðar Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum 27.2.2006 11:15 LSS og LN funda eftir hádegi Fundur hefur verið boðaður klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna. 27.2.2006 11:00 Annir hjá lögreglunni á Akranesi í liðinni viku Töluverðar annir voru hjá lögreglunni á Akranesi í liðinni viku en 110 mál komu til kasta hennar. 34 voru kærðir fyrir að keyra of hratt og óku þeir á 112-130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 og 93 - 100 í Hvalfjarðargöngum þar sem hámarkshraði er 70. 27.2.2006 10:45 Útstreymi gróðurhúsalofttegunda eykst um 11% á 15 árum Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um ellefu prósent á árabilinu 1990-2004 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef Hagstofunni. Aukninguna má fyrst og fremst rekja til aukins útstreymis koldíoxíðs en sú lofttegund er langþýðingarmest af þeim lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum. 27.2.2006 09:51 Sjá næstu 50 fréttir
Miriam Makeba væntanleg á Listahátíð Listahátíð í Reykjavík verður haldin í tuttugasta skipti nú í vor. Mikil áhersla er lögð á tónlist að þessu sinni en meðal gesta hátíðarinnar verður hin heimsþekkta afríska söngkona Miriam Makeba. Á blaðamannfundi í Iðnó í dag var dagská hátíðarinnar kynnt og nýr vefur listahatid.is var opnaður. Um fimmtíu viðburðir með þáttöku tæplega sex hundruð listamanna verða á hátíðinni. Mun fjöldinn allur af tónlistarmönnum koma fram en megináhersla er á tónlist að þessu sinni. 28.2.2006 15:45
Hátt í hundrað tonn af saltkjöti ofan í landann Búast má við að landinn láti ofan í sig hátt í hundrað tonn af saltkjöti í dag þegar hann fagnar sprengideginum. Þá eru ótaldar bauninar sem fylgja þessum þjóðarrétti Íslendinga á þessum degi. 28.2.2006 14:30
Lífið að komast í samt horf hjá Hjálparsveitinni í Hveragerði Vel hefur gengið að fylla í skörðin eftir að kviknaði í út frá flugeldum í húsi Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. Sveitin hefur hvarvetna mætt miklum velvilja og hefur m.a. fengið GPS-tæki og talstöðvar að gjöf. 28.2.2006 14:15
Verðbólgan áfram yfir þolmörkum Verðbólgan mun áfram vera yfir efri þolmörkum og mælast 4,2 prósent ef verðbólguspá Íslandsbanka mun ganga eftir. Þetta verður þá 23 mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan er umfram markmið Seðlabankans en verðbólgumarkmið hans er 2,5 prósent. Þá mun vísitala neysluverðs hækka um 0,9 prósent ef spáin gengur eftir. 28.2.2006 13:45
SPES byggir í Tógó Þróunarsamvinnustofnun Íslands og SPES-barnahjálp hafa gert með sér samkomulag um að ÞSSÍ styrki byggingu nýs húsnæðis í barnaþorpi samtakanna í Lomé í Tógó. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ÞSSÍ hljóðar kostnaðaráætlun við bygginguna upp á 65.000 evrur eða rúmar fimm milljónir íslenskra króna og nemur styrkur ÞSSÍ til byggingarinnar um 40 prósent af upphæðinni eða um 2 milljónir króna. 28.2.2006 13:45
Atkvæðagreiðsla vegna verkfalls slökkviliðsmanna hafin Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hófu á hádegi að greiða um það atkvæði hvort boða eigi til verkfalls sem hefjast á um miðjan marsmánuð. Um 280 atvinnuslökkviliðsmenn eru á kjörskrá og er kosið í deildum þeirra víða um land. 28.2.2006 13:30
Gufumökkur yfir stóru svæði á Reykjanesbraut Mikið umferðaröngþveiti varð á Reykjanesbraut til móts við Sprengisand og í Ártúnsbrekku á áttunda tímanum í morgun eftir að önnur aðal heitavatnsæð Orkuveitunnar frá Reykjum til borgarinnar sprakk og gufumökk lagði yfir stórt svæði. 28.2.2006 12:45
Ísland í 13. sæti yfir hlutfall kvenna á þjóðþingum Íslendingar eru nokkrir eftirbátar hinna norrænu ríkjanna þegar kemur að hlutfalli kvenna á þjóðþingum. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Alþjóðaþingmannasambandinu sem birtar voru í gær. Ísland er í þrettánda sæti á listanum af 187 löndum en hér á landi eru konur akkúrat þriðjungur þingmanna. 28.2.2006 12:30
Ólína ósátt við Menntamálaráðuneytið Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að menntamálaráðuneytið hafi ekki stutt nægilega það sáttaferli sem ráðuneytið kom af stað í haust. Ólína var gestur fréttavaktarinna fyrir hádegi en mikill styrr hefur staðið um starf hennar sem skólameistari undanferin misseri. 28.2.2006 12:15
Ljósmæður óánægðar með samningskjör fyrir heimaþjónustu Samningur milli Ljósmæðrafélags Íslands og Tryggingastofnunar ríkisins rennur út á miðnætti í kvöld og enginn fundur er boðaður milli ljósmæðra og Tryggingastofnunar. Ljósmæður segja verktakagreiðslur fyrir heimaþjónustu lágar, því að starfinu fylgi mikil binding og ekki sé greitt aukalega fyrir akstur á milli staða eða annan útlagðan kostnað. Ljóst er að heimaþjónusta sparar ríkinu gríðarlega fjárhæð miðað við sængurlegu. 28.2.2006 11:55
Fjórðungur karlmanna á Austurlandi útlendingar Fjórðungur karlmanna á Austurlandi er með erlent ríkisfang samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfall erlendra ríkisborgara er hæst í þeim landshluta, eða 17,6 prósent, sem má væntanlega rekja til stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan. 28.2.2006 10:30
Umferð komin í samt lag aftur Umferð um Reykjanesbraut og Ártúnsbrekku er komin í samt lag eftir mikið öngþveiti, sem skapaðist þegar önnur aðal æð hitaveitunnar frá Reykjum í Mosfellsbæ til borgarinnar, sprakk í stokk undir Reykjanesbrautinni á móts við Sprengisand á áttunda tímanum í morgun. Við það flæddi heitt vatnið upp á vestari vegahelminginn og beljaði niður í niðurföll, en samtímis steig upp gufustrókur sem birgði ökumönnum sýn. 28.2.2006 09:58
Viljla álver við Eyjafjörð L-listi, listi fólksins á Akureyri skorar á Alcoa að reisa álver á Dysnesi við Eyjafjörð. Á almennum fundi flokksins í gærkvöldi var samþykkt að senda frá sér ályktun þar sem fram kemur að flokkurinn telji Eyjafjörð besta kostinn fyrir álver Alcoa og er fyrirtækið boðið velkomið til Eyjafjarðar. 28.2.2006 09:45
Umferðartafir vegna brostinnar hitaveituæðar Önnur aðalæð hitaveitunnar frá Reykjum í Mosfellsbæ til borgarinnar brast fyrir stundu rétt við Reykjanesbrautina þar sem æðin kemur yfir Elliðaárnar og hefur heitt vatn skapað mikla gufustróka, sem truflað hafa umferðina, sem meira og minna er í hnút í Ártúnsbrekku og á Reykjanesbrautinni í átt að Breiðholti. 28.2.2006 08:48
Bensínlítrinn hækkar hjá Esso og Olís Olíufélögin Esso og Olís hækkuðu bensínlítrann um tvær og fimmtíu í gær og er hann nú kominn í tæpar 112 krónur í sjálfsafgreiðslu og díselolían er krónu ódýrari. Þetta er nokkuð snörp hækkun eftir þrjár verðlækkanir að undanförnu. 28.2.2006 08:15
Bjargaði aldraðri konu úr þjónustuíbúð sem kviknað hafði í Kona á vakt í þjónustuíbúðum aldraðra á Selfossi kom aldraðri konu til bjargar eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar laust fyrir miðnætti og kom henni út í tæka tíð. Báðar voru fluttar á sjúkrahúsið á Selfossi vegna snerts af reykeitrun og dvöldu þar í nótt, en báðar eru að jafna sig. 28.2.2006 07:30
Banaslys á Sæbrautinni í nótt Banaslys varð á Sæbraut, við gatnamótin að Kringlumýrarbraut, um klukkan hálfeitt í nótt. 19 ára stúlka, sem var ein í bíl sínum á austurleið eftir Sæbraut, missti stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann fór út af akbrautinni og braut niður tvo ljósastaura uns hann staðnæmdist á þeim þriðja. 28.2.2006 06:54
Úrvalsvísitalan heldur áfram að lækka Úrvalsvísitalan hefur því lækkað um rúm 3% á þeirri viku sem liðin er frá því að Fitch Ratings breytti horfum í lánshæfismati ríkissjóðs Ísland úr stöðugu í neikvætt. Mest lækkuðu hlutabréf í FL-Group í dag eða um tæp 3% en bréf í Straumi lækkuðu um 1,5% prósent. Gengi krónunnar styrktist í dag um 0,5%. 27.2.2006 23:06
Fyrsta nethappdrættinu á Íslandi hleypt af stokkunum Fyrsta rafræna happdrættinu hér á landi var hleypt af stokkunum í dag hjá Kiwanisklúbbnum Setbergi. Forsvarsmaður klúbbsins segir þetta tímamót í fjáröflun á Íslandi. 27.2.2006 22:18
Kópavogur brátt bær turnanna Framkvæmdir eru hafnar við hæsta hús á Íslandi á Smáratorgi. Búið er að samþykkja annað verslunarháhýsi hinu megin við götuna og umsókn fyrir það þriðja liggur fyrir. Oddviti minnihlutans í Kópavogi telur gatnakerfi Kópavogs engan veginn í stakk búið til að taka við þeirri umferð sem fylgir háhýsunum. 27.2.2006 22:10
Umsóknum um almenn íbúðalán fækkaði um 27% Afgreiddum umsóknum hjá Íbúðalánasjóði um almenn íbúðalán fækkaði um 27%,rúmlega fjórðung, á milli áranna 2004 og 2005. Heildarfjárhæð almennra útlána jókst hins vegar um rúma þrettján milljarða. Á síðasta ári voru tæplega átta þúsund umsóknir afgreiddar hjá sjóðnum. 27.2.2006 22:09
Ökumaður blindaðist af sólinni og keyrði á bifhjól Keyrt var aftan á létt bifhjól á Hlíðarvegi í Vestmannaeyjum á sjötta tímanum í dag. Ökumaður blindaðist af sólinni og sá ekki bifhjólið og ökumann þess. Bifhjólið lenti í veg fyrir bíl sem kom úr gangstæðri átt við áreksturinn en engann sakaði. Bifhjólið skemmdist töluvert og bílarnir sömuleiðis, en mikil mildi þykir að ökumennina þrjá sakaði ekki við áreksturinn. 27.2.2006 21:58
Mikill áhugi fyrir arabísku Mikill áhugi er fyrir arabísku hér á landi og komust færri að en vildu á arabískunámskeið sem kennt er í Alþjóðahúsi um þessar mundir. 27.2.2006 20:16
Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra Breyta þarf um takt í vistunarmálum aldraðra segir heilbrigðisráðherra. Hann vill að meiri áhersla verði lögð á uppbyggingu léttari þjónusturýma. 27.2.2006 19:36
Enginn árangur af sáttafundi Sáttafundi slökkviliðsmanna og viðsemjenda þeirra hjá Ríkissáttasemjara lauk án árangurs nú undir kvöldið. Annar fundur hefur verið boðaður í hádeginu á morgun en samkvæmt heimildum NFS er enn nokkuð langt í land með að samkomulag náist. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykktu í síðustu viku heimild til boðun verkfalls um allt land. 27.2.2006 19:26
Baugsmeðferð kann að brjóta gegn Mannréttindasáttmála Ef ákæruvaldið kýs að ákæra að nýju í þeim 32. ákæruliðum sem Hæstiréttur vísðai frá dómi í október kann það að stangast á við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta segir Danski lögmaðurinn, Tyge Trier sem Baugur fékk til að meta þetta mál. Hann segirst myndu ráðleggja sakborningum að vísa málinu til Mannréttindadómstólsins ef ákært verður í þessum liðum á nýjan leik. 27.2.2006 19:17
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra segir ekki víst hvort hann geti útvegað fjármagn á fjárlögum næsta árs, þannig að hægt verði að leysa úr vanda eldri hjóna sem ekki geta búið saman vegna veikinda annars þeirra. 27.2.2006 19:14
Sorg á Akureyri Ungu mennirnir tveir úr Eyjafirði, sem voru í för með mönnunum sem hröpuðu niður í jökulsprungu á Hofsjökli um helgina með þeim afleiðingum að annar lést, eru miður sín eftir atburðina. 27.2.2006 19:10
Neitar að hafa vitað um vangoldin opinber gjöld Fram kom í máli Eyjólfs Sveinssonar í aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur að hann segist ekki hafa vitað um vangoldin opinber gjöld ýmissa fyrirtækja sem hann var í forsvari fyrir. Aðalmeðferð gegn honum og níu öðrum hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 27.2.2006 18:48
Báðir mennirnir enn á gjörgæslu Líðan mannsins sem féll af þaki við Lyngás í Garðabæ í síðustu viku er stöðug. Hann er alvarlega slasaður en hann er í öndunarvél og er honum haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans-háskólasjúkrahúss. Maðurinn sem var í bíl sem fór ofan í sprungu upp á Hofsjökli um helgina er enn á gjörgæslu en ástand hans er stöðugt. Hann er alvarlega slasaður en með meðvitund. 27.2.2006 16:42
Ekki víst hvort fjárveiting fáist Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ekki víst hvort fjárveiting fáist í rekstur hjúkrunarheimila aldraðra svo hægt sé að nýta framkvæmdasjóð aldraðra einvörðungu í uppbyggingu og viðhald húsnæðis eins og ætlast er til. 27.2.2006 14:54
Töluverðar annir hjá lögreglunni í Hafnarfirði Talsvert mikið var að gera í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði þessa helgi. Margar tilkynningar og kvaranir bárust vegna ölvunar, bæði unglinga og hinna eldri. Þá bárust einnig allmargar kvartanir vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 27.2.2006 14:45
Segir skýr merki um að hækkanir á fasteignum séu í rénun Fjármálaráðuneytið telur að þess séu nokkuð skýr merki að þær verðhækkanir sem einkenndu fasteignamarkaðinn í upphafi síðasta árs séu í rénun. Á heimasíðu ráðuneytisins kemur fram að fasteignaverð hafi staðið í stað á undanförnum mánuðum sem komi fram í því að hratt dragi úr mánaðarlegum hækkunum. 27.2.2006 14:00
Bolla, bolla, bolla! Bolludagurinn er í dag. Að gæða sér á bollum og öðru góðgæti á þessum mánudegi í föstuinngangi er siður sem barst hingað til lands seint á nítjándu öld frá Danmörku og hefur haldist hér æ síðan. Nafnið á deginum er þó alíslenskt og er fyrst notað rétt eftir aldarmótin nítjánhundruð. Langflestir Íslendingar gæða sér á bollum í dag og nú er úrvalið orðið meira en áður og bollutegundirnar sem bakarar bjóða uppá og mikið er að gera hjá þeim á þessum góðgætisdegi 27.2.2006 13:30
Tilboði í íbúðir þriðjungur af brunabótamati Byggðaráð Dalabyggðar hefur hafnað tilboðum í sjö félagslegar íbúðir í Búðardal þar sem þau voru alltof lág. Einn og sami fjárfestirinn bauð í þær allar samtals 33 milljónir króna eða innan við fimm milljónir í hverja íbúð að meðaltali. 27.2.2006 13:15
Telur samstarf við sjálfstæðismenn ólíklegt eftir kosningar Þingflokksformaður Vinstri - grænna telur afar litlar líkur á meirihlutasamtarfi flokksins og Sjálfstæðisflokksins að loknum borgarstjórnarkosningum í vor. Þá telur hann að Svandís Svavarsdóttir ætti að verða borgarstjóri ef Samfylkingin og Vinstri - grænir vinna áfram saman. 27.2.2006 13:00
Engin svartsýni þrátt fyrir rýra vertíð Þau fáu loðnuskip sem enn eru að veiðum á þessari óvenju rýru vertíð, þar sem aðeins mátti veiða um 170 þúsund tonn, eru um það bil að slá botninn í hana. Nokkur eru búin með kvóta sína og hafa lagst við bryggju, önnur eru á landleið úr síðustu veiðiferð en nokkur eru enn að veiðum, sem ganga vel þegar bjart er af degi. 27.2.2006 12:45
Landsbjörg sátt við frammistöðuna Forsvarsmenn Landsbjargar og Landhelgisgæslu eru ánægðir með björgunaraðgerðir við mjög erfiðar aðstæður á Hofsjökli á laugardag þrátt fyrir að þrír tímar hafi liðið þar til komið var niður í sprunguna til hinna slösuðu. 27.2.2006 12:20
Fiskútflytjendur búa sig undir aukna eftirspurn Fiskútflytjendur búa sig allt eins undir stóraukna eftirspurn eftir fiski á Evrópumörkuðum, eftir að fuglaflensa greindist í alifuglabúi í Frakklandi um helgina. 27.2.2006 12:04
Fáklæddur á flókatöflum á Suðurlandsvegi Í mörgu var að snúast hjá lögreglumönnum í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í liðinni viku og segir í dagbók lögreglunnar þar að sumir ökumenn hafi hagað akstri sínum líkt og kýr sem sleppt er út í fyrsta skipti á góðum vordegi. Þá óku lögreglumenn fram á fáklæddan karlmann á flókatöflum á Suðurlandsvegi. 27.2.2006 11:30
Niðurgreiðslur vegna barna í einkareknum leikskólum hækkaðar Seltjarnarnesbær hefur ákveðið að hækka niðurgreiðslur vegna barna einstæðra foreldra, barna námsmanna og systkina í einkareknum leikskólum og gildir breytingin frá áramótum 27.2.2006 11:15
LSS og LN funda eftir hádegi Fundur hefur verið boðaður klukkan eitt hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaganna. 27.2.2006 11:00
Annir hjá lögreglunni á Akranesi í liðinni viku Töluverðar annir voru hjá lögreglunni á Akranesi í liðinni viku en 110 mál komu til kasta hennar. 34 voru kærðir fyrir að keyra of hratt og óku þeir á 112-130 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 og 93 - 100 í Hvalfjarðargöngum þar sem hámarkshraði er 70. 27.2.2006 10:45
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda eykst um 11% á 15 árum Útstreymi gróðurhúsalofttegunda jókst um ellefu prósent á árabilinu 1990-2004 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef Hagstofunni. Aukninguna má fyrst og fremst rekja til aukins útstreymis koldíoxíðs en sú lofttegund er langþýðingarmest af þeim lofttegundum sem valda gróðurhúsaáhrifum. 27.2.2006 09:51