Innlent

Fjórðungur karlmanna á Austurlandi útlendingar

Frá Kárahnjúkum.
Frá Kárahnjúkum. MYND/GVA

Fjórðungur karlmanna á Austurlandi er með erlent ríkisfang samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfall erlendra ríkisborgara er hæst í þeim landshluta, eða 17,6 prósent, sem má væntanlega rekja til stóriðjuframkvæmdanna fyrir austan.

Fjöldi erlendra ríkisborgara með lögheimili hér á landi hefur nær þrefaldast á undanförnum áratug en þeir voru 4,6 prósent landsmanna við lok síðasta árs sem er litlu lægra hlutfall en í mörgum nágrannalandanna. Fólk af 122 þjóðernum býr á Íslandi og eru langflestir með pólskt ríkisfang en á eftir þeim koma Danir, Þjóðverjar og Filippseyingar. Þá leiða tölurnar í ljós að Íslendingum búsettum á Norðurlöndum hefur fjölgað úr tæplega tíu þúsund árið 1990 í um 16 þúsund árið 2005. Tæpur helmingur þeirra býr í Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×