Innlent

Umsóknum um almenn íbúðalán fækkaði um 27%

MYND/Vísir

Afgreiddum umsóknum hjá Íbúðalánasjóði um almenn íbúðalán fækkaði um 27%,rúmlega fjórðung, á milli áranna 2004 og 2005. Heildarfjárhæð almennra útlána jókst hins vegar um rúma þrettján milljarða. Á síðasta ári voru tæplega átta þúsund umsóknir afgreiddar hjá sjóðnum.

Hagnaður af rekstri hans nam rúmum einum milljarði króna sem er svipað á árið áður. Uppgreiðslur lána hjá sjóðnum á síðasta ári námu hátt í hundrað og þrjátíu milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi Íbúðalánasjóðs sem var birtur í dag á vef Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×