Innlent

Tilboði í íbúðir þriðjungur af brunabótamati

Byggðaráð Dalabyggðar hefur hafnað tilboðum í sjö félagslegar íbúðir í Búðardal þar sem þau voru alltof lág. Einn og sami fjárfestirinn bauð í þær allar samtals 33 milljónir króna eða innan við fimm milljónir í hverja íbúð að meðaltali. Brunabótamat þeirra er hins vegar 98 milljónir, eða um þrefalt hærra en tilboðið, og fasteignamatið er 54 milljónir, eða hátt í tvöfalt hærra en tilboðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×