Innlent

Sorg á Akureyri

Ungu mennirnir tveir úr Eyjafirði, sem voru í för með mönnunum sem hröpuðu niður í jökulsprungu á Hofsjökli um helgina með þeim afleiðingum að annar lést, eru miður sín eftir atburðina. Þeir voru látnir gefa skýrslu hjá lögreglunni á Akureyri í dag. Þá hefur mönnunum verið veitt áfallahjálp. Í samtölum NFS við feður drengjanna kom fram að fjórmenningarnir eru ekki nýgræðingar á fjöllum þrátt fyrir ungan aldur. Þeir höfðu ferðast um Hofsjökul áður þrátt fyrir að vera aðeins rúmlega tvítugir. Sorg ríkir á Akureyri vegna slyssins og fór fram bænastund í Glerárkirkju í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×