Innlent

Ólína ósátt við Menntamálaráðuneytið

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að menntamálaráðuneytið hafi ekki stutt nægilega það sáttaferli sem ráðuneytið kom af stað í haust. Ólína var gestur fréttavaktarinna fyrir hádegi en mikill styrr hefur staðið um starf hennar sem skólameistari undanferin misseri. Að sögn Ólinu Þorvarðardóttur var ákveðinn hópur starsmanna menntaskólans ósáttur við stjórnunarlegar ákvarðanir hennar og í grunninn hafi verið um hagsmunaárekstur að ræða sem hafi snúist upp í persónustríð og sagði hún afskipti félags framhaldsskólakennara ekki hafa bætt úr.

Menntamálaráðuneytið kom á sáttaleið fyrr í vetur en í henni fólst að starfsmenn skólans áttu að ganga skilyrðislaust að ákveðnum skuldbindingum er lutu að skólaþróunarverkefni skólans. Síðar kom í ljós að sögn Ólínu að einhverjir starfsmenn mættu á fundi án þess að hafa skrifað undir sáttarferlið og því ekki starfað af heilindum.

Ólína segist hafa gengið á fund ráðuneytisins þegar ljóst var hver staðan var orðin. Einhvers miskilnings hafi gætt og þá hafi upphafist mikil rimma á milli hennar og ráðuneytisins. Endalokin séu öllum kunn enda óvinnandi vegur fyrir hana að starfa áfram sem skólameistari við skólann.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×