Innlent

Umferðartafir vegna brostinnar hitaveituæðar

Önnur aðalæð hitaveitunnar frá Reykjum í Mosfellsbæ til borgarinnar brast fyrir stundu rétt við Reykjanesbrautina þar sem æðin kemur yfir Elliðaárnar og hefur heitt vatn skapað mikla gufustróka, sem truflað hafa umferðina, sem meira og minna er í hnút í Ártúnsbrekku og á Reykjanesbrautinni í átt að Breiðholti.

Margir hafa því valið sé leið um Kópavoginn og þar eru orðnar teppur líka. Búið er sð skrúfa fyrir vatnið þannig að skyggni ætti að skána von bráðar. Ekki er vitað til að neinn hafi meiðst vegna þessa. Búast má við vatnsleysi í austanverðri borginni frá Rauðárárstíg og austur undir Elliðaár í nokkrar klukkustundir á meðan viðgerð fer fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×