Innlent

SPES byggir í Tógó

Þróunarsamvinnustofnun Íslands og SPES-barnahjálp hafa gert með sér samkomulag um að ÞSSÍ styrki byggingu nýs húsnæðis í barnaþorpi samtakanna í Lomé í Tógó. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ÞSSÍ hljóðar kostnaðaráætlun við bygginguna upp á 65.000 evrur eða rúmar fimm milljónir íslenskra króna og nemur styrkur ÞSSÍ til byggingarinnar um 40 prósent af upphæðinni eða um 2 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×