Fleiri fréttir

Tígullinn nútímavæddur

KEA tók í notkun nýtt merki í dag eftir að hafa notað græna tígulinn sem einkennistákn í rúma sjö áratugi. Félagið heldur sig þó við svipað form en nýja merkið er gult.

Frestur fram til hádegis

Fjórir starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði fengu frest fram til hádegis til að skrifa undir samkomulag um þátttökuyfirlýsingu í svokölluðu skólaþróunarverkefni.

Icelandair Group í Kauphöllina

FL Group stefnir á skráningu Icelandair Group í Kauphöll Íslands og er undirbúningur þeirra skráningar þegar hafinn. Á kynningarfundi klukkan tvö í dag var upplýst að stjórn FL Group stefni að því að koma Icelandair Group í dreifða eignaraðild.

Spasskí og Fischer hittast líklega um helgina

Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, teflir einvígi við Friðrik Ólafsson, fyrsta íslenska stórmeistarann, hér á landi á morgun. Líkur eru á að Spasskí og Bobby Fischer muni hittast, en ekki hefur verið ákveðið hvort þeir mætist við skákborðið.

Fjórir starfsmenn skikkaðir til að skrifa undir þátttökuyfirlýsingu

Fjórir starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði fengu frest fram til hádegis til að skrifa undir samkomulag um þátttökuyfirlýsingu í svokölluðu skólaþróunarverkefni. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari menntaskólans á Ísafirði, segir að tveir starfsmenn hafi nú þegar skrifað undir en óvíst sé með undirskrift hinna tveggja starfsmannana. Hún segir að endanleg niðurstaða muni liggja fyrir á mánudag.

Vilja áframhaldandi breiðfylkingu stúdenta

Háskólalistinn, sem náði oddaaðstöðu með einum fulltrúa, í illa sóttum stúdentaráðskosningunum í gær, vill að allir þrír listarnir haldi áfram breiðfylkingu stúdenta, fremur en að mynda meirihluta tveggja lista.

Miskabætur vegna 16 ára gamals slyss

Hæstiréttur dæmdi í gær Mosfellsbæ til að greiða ungum manni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna slyss, sem hann lenti í á leikvelli í bænum fyrir 16 árum.

Nautakjötsskortur vaxandi

Nautakjötsskorturinn fer enn vaxandi þar sem bændur setja nú allar kvígur á, til mjólkurframleiðslu, þrátt fyrir að verð til þeirra fyrir nautakjöt hafi hækkað um tæp 40% á aðeins tveimur árum.

450 hafa kostið utan kjörstaðar

Um 450 manns höfðu kosið í utankjörstaðatkvæðagreiðslu Samfylkingarinnar nú undir hádegi. Nokkur spenna ríkir varðandi úrslit prófkjörsins flokksins sem fram fer um helgina, enda hart barist um efstu sætin.

Alvarlegt slys á Hellisheiði

Ökumaður slasaðist alvarlega, en þó ekki lífshættulega, þegar bíll hans lenti framan á bíl, sem kom úr gagnstæðri átt á Hellisheiði um klukkan átta í morgun. Þar var þá blindþoka, rigning og hvassviðri. Vegurinn lokaðist vegna árekstursins og var umferðinni beint um þrengslin.

Impregilo bolar Íslendingum ekki burt

Ómar Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, segir fyrirtækið ekki vera að bola Íslendingum frá vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Hann telur ekkert hæft í ummælum Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns starfsmanna á Kárahnjúkasvæðinu, um að fyrirtækið leggi trúnaðarmenn í einelti.

Góð loðnuveiði út af suðurstöndinni

Góð loðnuveiði er nú út af suðurströndinni á móts við Ingólfshöfða og vilja sjómenn að þegar í stað verði aukið verulega við loðnukvótann, sem er sá lang minnsti í rúman áratug.

Nýr ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu

Jón B. Jónasson lögfræðingur og skrifstoðustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu verður skipaður ráðuneytisstjóri sjávarútvegsráðuneytisins og tekur við starfinu þegar Vilhjálmur Egilsson lætur af því 15. mars næstkomandi.

Litlu munaði að Vaka fengi meirihluta í Stúdentaráði

Örfáaum atkvæðum munaði að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, næði fimmta manni í Stúdentaráð Háskóla Íslands á kostnað fjórða fulltrúa Röskvu, en úrslitin voru tilkynnt nú í morgunsárið. Niðurstaðan varð að hvor fylking fékk fjóra fulltrúa og Háskólalistinn einn.

Hellisheiði opnuð á ný

Búið er að opna Hellisheiði á ný, en henni var lokað vega umferaðrslyss sem varð á móts við Skíðaskálann í Hveradölum laust fyrir klukkan hálf níu. Allri umferð var beint um þrengslin á meðan björgunarmenn voru að athafna sig á vettvangi.

Pottormablót haldið í 8. sinn

Heldur óvenjulegt þorrablót verður haldið í sundlauginni á Suðureyri annað kvöld, eða svokallað Pottormablót. Á fréttavefnum Bæjarins besta segir að þetta sé í 8. sinn sem blótið er haldið. Á fyrsta blótið komu sex manns en vegna mikilla vinsælda hefur gestum fjölgað ár frá ári og í ár er búist við um þrjátíu gestum. Á pottormablótinu er borðaður þorramatur, sungið og spilað á gítar og farið í sundleiki.

Boris Spasski á leið til landsins

Boris Spasskí, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák, ætla að heyja einvígi í skák í Reykjavík á morgun, að sögn Morugnblaðsins. Spasskí er væntanlegur til landsins í tilefni alþjóðlegs málþings um feril Friðriks, sem Skáksambandið stendur fyrir. Ekki liggur fyrir hvort Spasský ætlar að hitta Bobby Fischer, sem hrifsaði af honum heimsmeistaratitilinn í Laugadalshöll á sínum tíma.

Tveir bílar fóru útaf í Víðidal

Einn ökumaður slapp lítið meiddur og annar ómeiddur þegar þeir misstu báðir bíla sína út af veginum í Víðidal í Húnavatnssýslu í gærkvöldi, í fljúgandi hálku. Óhöppin urðu með skömmu millibili og nánst á sama stað. Annar bíllinn er gjör ónýtur og þykir mikið lán að ökumaður hans skuli ekki hafa meiðst mikið.

Mosbellsbær dæmdur til að greiða miskabætur

Hæstiréttur dæmdi í gær Mosfellsbæ til að greiða ungum manni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna slyss, sem hann lenti í á leikvelli í bænum fyrir 16 árum. Þá féll á hann tæplega 200 kílóa kofi, eða leikhýsi, og hlaut hann áverka á höfði, kviði og innri líffærum.

Ökumaður grunaður um ölvun olli slysi í Árbæjarbrekkunni

Maður, sem er grunaður um ölvun, missti stjórn á bíl sínum í Árbæjarbrekkunni í nótt, sem hafnaði á ljósastaur, með þeim afleiðingum að hann bortnaði og féll inn á veginn. Bíl sem bar að rétt í þann mund, var svo ekið á staurinn liggjandi.

Vilja byggja upp hestaakademíu að Kjóavöllum

Nokkurs konar hestaakademía með hesthúsabyggð fyrir 4500-5000 hesta mun rísa á Kjóavöllum í Kópavogi ef hugmyndir bæjaryfirvalda verða að veruleika. Hugmyndirnar voru kynntar á fjölmennum fundi í félagsheimili Gusts fyrr í kvöld.

Nýr þurrklifursaðstaða hjá HSSR

Ísklifrarar þurfa ekki að leggja axirnar á hilluna þó að aðstæður til að iðka íþróttina hafi ekki verið upp á sitt besta undanfarið. Í húsi Hjálparsveitar skáta er nú búið að setja upp aðstöðu til þurrklifurs eða dry-tooling eins og það hefur verið kallað á ensku.

183 hafa smitast af HIV

Yngsti Íslendingurinn sem hefur greinst með alnæmi var innan við fimm ára gamall og smitaðist í móðurkviði. Alls hafa 183 Íslendingar smitast af HIV-veirunni frá árinu 1983.

Hátt gengi krónunnar að gera út af við ferðaþjónustuna

Hátt gengi krónunnar vegna stóriðjuframkvæmda mun ganga af mörgum smáum og meðalstórum ferðaþjónustufyrirtækjum dauðum þegar næsta sumar. Ein aðalástæðan eru stóriðjuframkvæmdir segir Hjörleifur Finnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Ágreiningur um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi

Ágreiningur er á milli sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra um það hvort leyfa eigi útlendingum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra segir málið ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Börnin verða gáfaðri

Nýjar rannsóknir benda til að börn mæðra sem taki lýsi eða borði fisk á meðgöngu verði gáfaðri og aðlagist betur félagslega en önnur börn. Þetta er enn ein rannsóknin sem sýnir hversu mikilvægar omega-3 fitusýrurnar eru sem lýsi er afar auðugt af fyrir andlega og líkamlegan þroska. Lýsisgjöf hefur meira að segja dregið úr ofbeldi í fangelsum.

Slysum í landflutningum fjölgar ört

Slysum í landflutningum hefur fjölgað ört á undanförnum árum. Málþing um landflutninga og umferðaröryggi fór fram á Grand Hótel í dag.

Ósanngjarnar forsendur

Baráttumenn fyrir jarðgöngum til Vestmannaeyja taka fréttum um að kostnaðurinn geti numið allt að 100 milljörðum króna með fyrirvara. Þeim þykir óeðlilegt að miða við ströngustu kröfur um jarðgöng í Evrópusambandinu, þar sem reiknað er með miklu meiri umferð en hér á landi.

Fiskbúðir ganga kaupum og sölum

Fiskbúðir í Reykjavík hafa gengið kaupum og sölum að undanförnu. Sami eigandi er að sex búðum en hefur enn ekki tekið við þeim öllum

Skaðbrenndir drengir vara við hættulegum leik

Bjarki Jóhannsson og Andrés Valur Jóhannsson sem brenndust alvarlega þegar þeir fiktuðu með eldfimt efni í Grafarvogi í nóvember, vilja vara aðra krakka við að leika sér með eld og eldfim efni. Andrés Valur þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í mánuð, en Bjarki hefur legið á sjúkrahúsi frá slysinu.

SÍF verður Alfesca

SÍF hf. hefur breytt nafni sínu í Alfesca og samhliða því tekið upp nýtt fyrirtækismerki. Í tilkynningu frá félaginu segir að nýtt nafn og merki sé tilkomið vegna umfangsmikilla breytinga á starfsemi félagsins.

Sex mánaða fangelsi fyrir ölvunarakstur

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrir ölvunarakstur. Maðurinn var jafnframt sviptur ökuréttindum ævilangt. Maðurinn hefur ítrekað gerst sekur um ölvunarakstur frá árinu 1997 og önnur umferðarlagabrot.

Lóðaúthlutun hjá Sörla frestað

Lóðaúthlutun á svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði hefur verið frestað vegna nýrrar tillögu stjórnar félagsins að þéttingu hesthúsabyggðar við Sörlaskeið og Kaplaskeið. Þetta kemur fram á heimasíðu Sörla.

Spassky og Friðrik tefla um helgina

Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistari í skák, og Friðrik Ólafsson, stórmeistari, munu tefla tveggja skáka einvígi á laugardaginn kemur. Spassky kemur hingað til lands á morgun og mun hann meðal annars flytja erindi um alþjóðlegan feril Friðriks Ólafssonar sem er fyrsti íslenski stórmeistarinn í skák. Erindið verður flutt á málþingi sem Skáksamband Íslands stendur fyrir á laugardaginn og er haldið í aðalbanka Landsbanka Íslands.

Eitt barn smitaðist af alnæmi

Yngsti Íslendingurinn sem hefur greinst með alnæmi var innan við fimm ára gamall og smitaðist frá móður. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Ögmundsdóttar þingmanns um alnæmissmit.

Matfiskur lítt mengaður

Sá fiskur sem veiddur er hér við land og ætlaður er til manneldis inniheldur mjög lítið magn af díoxíni, díoxínlíkum PCB efnum, skordýraeitri og plöntueitri. Þetta kemur fram í niðurstöðum vöktunar Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins sem kynntar voru í dag.

Engin lausn að leggja niður stofnanir

Það er engin lausn að leggja leggja niður stofnanir því verkefni þeirra standa þá eftir. Þetta segir formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Viðskiptaráð sagðist í gær frekar vilja leggja niður stofnanir en sameina þær. Dæmi eru um að útgjöld stofnana hafi hækkað um hundruð milljóna eftir sameiningu.

Egypskum diplómata rænt á Gaza

Grímuklæddir byssumenn rændu í dag egypskum diplómata á Gaza. Þeir skutu á dekk bifreiðar mannsins og drógu hann síðan á brott með sér. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en talsmaður hryðjuverkasamtakanna Hamas hefur fordæmt mannránið og segir það gætu skaðað samskipti Palestínumanna og Egypta.

Lögum um þagnarskyldu verði breytt ef þurfa þykir

Lagaákvæðum um þagnarskyldu heilbrigðisstétta verður breytt ef þau eru ekki nógu skýr varðandi það hvort stéttunum beri að tilkynna lögreglu um lögbrot sjúklinga sinna, sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag. Hann telur sjálfur ákvæðin nógu skýr og að læknum beri að tilkynna um lögbrot sjúklinga sinna.

Tryggingamiðstöðin með methagnað

Í ársuppgjöri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) kemur fram að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta árið 2005 nam 7.198 m.kr. Þetta er mesti hagnaður í sögu félagsins.

Solla stirða tilnefnd til Emmy verðlauna

Julianna Rose Mauriello, bandaríska stúlkan sem leikur Sollu Stirðu í þáttunum um Latabæ, hefur verið tilnefnd til Emmy verðlaunanna í ár fyrir frammistöðu sína í þáttunum.

Skólamáltíðir ókeypis í Garðinum

Bæjarráð í Garðinum á Reykjanesi hefur ákveðið að lækka gjöld fyrir skólamáltíðir í áföngum þannig að þær verði alveg ókeypis frá og með fyrsta september árið 2008.

Sjá næstu 50 fréttir