Innlent

Fiskbúðir ganga kaupum og sölum

Fiskbúðir í Reykjavík hafa gengið kaupum og sölum að undanförnu. Sami eigandi er að sex búðum en hefur enn ekki tekið við þeim öllum

Samkvæmt heimildum NFS eru það sex fiskbúðir sem hafa verið keyptar nýverið fyrir hátt í 250 milljónir króna. Fiskbúðin Hafrún, fiskbúðin Árbjörg, og Fiskbúðin á Háaleitisbraut voru keyptar á um tuttugu milljónir og upp í tuttugu og fimm milljónir en þær eru allar í leiguhúsnæði. Þá herma heimildir að Fiskbúðin við Sundlaugaveg hafi farið á 55 milljónir og Fiskbúðin Vör hafi verið seld á 98 milljónir króna en í þeim tilvikum er bæði keyptur rekstur og húsnæði. Fiskbúðin Hafrún var keypt fyrst fyrir um ári síðan og er talið að kaupverið hafi verið rétt tæplar fimmtán milljónir.

Kristján Stefánsson, sem hefur verið viðloðandi fiskbransan í mörg ár, er sagður hafa keypt búðirnar en sjálfur vildi hann aðeins staðfesta kaup á þremur búðanna í samtali við NFS. Fyrirtæki með nafnið Fiskbúðin Hafrún á búðirnar að sögn Kristjáns og koma þær til með að bera það nafn. Samkvæmt heimildum kemur fyrirtækið Northen Partners, sem er fjárfestingafyrirtæki í Eystrasaltslönunum og að stórum hluta í eigu Íslendinga, að kaupunum, Kristján segir svo þó ekki vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×