Innlent

Mosbellsbær dæmdur til að greiða miskabætur

Hæstiréttur dæmdi í gær Mosfellsbæ til að greiða ungum manni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna slyss, sem hann lenti í á leikvelli í bænum fyrir 16 árum. Þá féll á hann tæplega 200 kílóa kofi, eða leikhýsi, og hlaut hann áverka á höfði, kviði og innri líffærum. Krafist var rösklega 14 milljóna króna bóta fyrir hönd piltsins, sem hefur búið við ýmiskonar heilsubrest síðan, en læknar hafa ekki staðfest með afgerandi hætti að rekja megi það til slyssins og því voru honum ekki dæmdar skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×