Innlent

Vilja áframhaldandi breiðfylkingu stúdenta

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Háskólalistinn, sem náði oddaaðstöðu með einum fulltrúa, í illa sóttum stúdentaráðskosningunum í gær, vill að allir þrír listarnir haldi áfram breiðfylkingu stúdenta, fremur en að mynda meirihluta tveggja lista.

Aðeins Örfáaum atkvæðum munaði að Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, næði fimmta manni í Stúdentaráð Háskóla Íslands á kostnað fjórða fulltrúa Röskvu, en úrslitin voru tilkynnt í morgunsárið.

Niðurstaðan varð að hvor fylking fékk fjóra fulltrúa og Háskólalistinn einn. Þá skiptu Vaka og Röskva með sér tveimur fulltrúum í Háskólaráð.

Valdahlutföll innan beggja ráða haldast því óbreytt frá því sem nú er. Eftir að úrslitin lágu fyrir lýsti Háskólalistinn því yfir að hann vildi virkja alla fulltrúa stúdenta með því að mynda meirihluta með báðum fylkingum, hver sem niðurstaðan svo verður.

Athygli vekur að Kjörsókn var aðeins rétt tæp 35% sem að líkindum bendir til þverrandi áhuga nemenda á stúdentapólitík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×