Innlent

Hellisheiði opnuð á ný

Umferðaslys varð á Hellisheiði í morgun.
Umferðaslys varð á Hellisheiði í morgun. MYND/Heiða Helgadóttir

Búið er að opna Hellisheiði á ný, en henni var lokað vega umferaðrslyss sem varð á móts við Skíðaskálann í Hveradölum laust fyrir klukkan hálf níu.

Allri umferð var beint um þrengslin á meðan björgunarmenn voru að athafna sig á vettvangi.

Tveir bílar skullu saman og slasaðist ökumaður annars bílsins. Hann var fluttur með sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans. Þoka var þegar slysið varð og slabb á veginum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×