Innlent

Lóðaúthlutun hjá Sörla frestað

MYND/Hari

Lóðaúthlutun á svæði hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði hefur verið frestað vegna nýrrar tillögu stjórnar félagsins að þéttingu hesthúsabyggðar við Sörlaskeið og Kaplaskeið. Þetta kemur fram á heimasíðu Sörla.

Eins og greint var frá í fréttum fyrir skömmu auglýsti Hafnarfjarðarbær eftir umsóknum um 14 hesthúsalóðir við Kaplaskeið og bárust 123 umsóknir um lóðirnar. Stjórn Sörla var falið að veita umsögn um umsóknirnar og mælti hún meðal annars með umsókn formannsins, gjaldkerans og varaformannsins og hlaut töluverða gagnrýni fyrir. Stjórnin hefur nú hins vegar sent bæjarráði Hafnarfjarðar tillögu að þéttingu byggðarinnar sem fyrr segir og hefur lóðaúthlutun því verið frestað þar til búið er að fara yfir þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×