Innlent

Skólamáltíðir ókeypis í Garðinum

Bæjarráð í Garðinum á Reykjanesi hefur ákveðið að lækka gjöld fyrir skólamáltíðir í áföngum þannig að þær verði alveg ókeypis frá og með fyrsta september árið 2008.

Í greinargerð með tillögunni, sem var samþykkt, segir meðal annars, að það sé nauðsynlegt hverjum nemanda að fá góða máltíð, til að geta stundað sitt daglega nám.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×