Innlent

Tryggingamiðstöðin með methagnað

Í ársuppgjöri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) kemur fram að hagnaður fyrirtækisins eftir skatta árið 2005 nam 7.198 m.kr. Þetta er mesti hagnaður í sögu félagsins.

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir heildarafkomu félagsins góða. Skýrist hún fyrst og fremst af afar góðri ávöxtun fjárfestinga félagsins. Að undanförnu hafa verið gerðar allnokkrar breytingar á eignasafni félagsins í því skyni að dreifa frekar áhættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×