Innlent

Ökumaður grunaður um ölvun olli slysi í Árbæjarbrekkunni

Maður, sem er grunaður um ölvun, missti stjórn á bíl sínum í Árbæjarbrekkunni í nótt, sem hafnaði á ljósastaur, með þeim afleiðingum að hann brotnaði og féll inn á veginn. Bíl sem bar að rétt í þann mund, var svo ekið á staurinn liggjandi. Maðurinn, sem ók á staurinn slasaðist og er enn á sjúkrahúsi til rannsókna, en farþegi hans slapp með skrámur og engin meiddist í bílnum, sem ók á staurinn liggjandi. Starfsmenn Orkuveitunnar voru kallaðri út til að aftengja hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×