Innlent

Frestur fram til hádegis

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði.
Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði. MYND/Gunnar V. Andrésson

Fjórir starfsmenn Menntaskólans á Ísafirði fengu frest fram til hádegis til að skrifa undir samkomulag um þátttökuyfirlýsingu í svokölluðu skólaþróunarverkefni.

Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari menntaskólans, sagði í samtali við NFS fyrir stundu að tveir starfsmenn hafi nú þegar skrifað undir, en óvíst sé með undirskrift hinna tveggja. Hún segir að endanleg niðurstaða muni liggja fyrir á mánudag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×