Innlent

Egypskum diplómata rænt á Gaza

Verðir við egypska sendiráðið
Verðir við egypska sendiráðið MYND/AP

Grímuklæddir byssumenn rændu í dag egypskum diplómata á Gaza. Þeir skutu á dekk bifreiðar mannsins og drógu hann síðan á brott með sér. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en talsmaður hryðjuverkasamtakanna Hamas hefur fordæmt mannránið og segir það gætu skaðað samskipti Palestínumanna og Egypta. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna hefur fyrirskipað leyniþjónustunni að finna og handtaka tafarlaust mannræningjana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×