Innlent

Börnin verða gáfaðri

MYND/Vísir

Nýjar rannsóknir benda til að börn mæðra sem taki lýsi eða borði fisk á meðgöngu verði gáfaðri og aðlagist betur félagslega en önnur börn. Þetta er enn ein rannsóknin sem sýnir hversu mikilvægar omega-3 fitusýrurnar eru sem lýsi er afar auðugt af fyrir andlega og líkamlegan þroska. Lýsisgjöf hefur meira að segja dregið úr ofbeldi í fangelsum.

Hróður omega-3 fitsýra eykst stöðugt en þetta töfraefni fá menn úr fiski en lýsið er sérlega auðugt af efninu. Í The Economist er greint frá nýjustu rannsókninni. Var hún gerð á 14 þúsund barnshafnandi konum og börnum þeirra næstu fimmtán árin. Niðurstaðan er sláandi. Þær mömmur sem fengu lítið af omega-3 eignuðust börn sem voru að meðaltali með minni greind og munaði sex greindarvísitölustigum frá meðaltali. Hreyfigeta þeirra var einnig minni og þau þroskuðust verr félagslega. Þessi rannsókn og aðrar sambærilegar hafa aukið eftirspurn eftir lýsi.

Jón Ögmundsson, gæðastjóri Lýsis, segir að þeir hafi fundið fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir því sem að þessar rannsóknir hafa eða þekking á þeim hefur aukist og fólk hefur áttað sig á því hvað þetta er, þessar vörur eru þýðingamiklar.

Það hafa komið fram vísbendingar og sannanir um að lýsi dragi úr kransæðasjúkdómum, það styrki ónæmiskerfið og virki nánast jafn vel gagnvart ofvirkni og athyglisbresti barna og ritalin. Það er einnig vísbendingar um að lýsið dragi úr geðrænum sjúkdómum, þunglyndi og geðhvarfasýki, segir Jón og bendir jafnframt á að það hafi gefið góða raun að setja fanga á lýsi.

Jón segir að það kom fram áberandi breyting á hegðum og til dæmis ofbeldishneigð minnkaði og það sem þeir kölluðu andfélagslega hegðun, hún breyttist verulega. 

Jón segir fólk verða hraustara, gáfaðra, rólegra og geðbetra af því að taka þetta. Það er áhyggjuefni að á sama tíma og sannanir hrannast upp sem sýna jákvæð áhrif omega-3 fitusýra dregst fiskvinnsla saman á Íslandi. Verðandi mæðrum er þó ráðlagt að borða fisk og taka lýsi. Almennt virðist nokkur vakning gangvart lýsinu.

Laufey Steingrímsdóttir, hjá Lýðheilsustöðinni, segir að vísu sé ungt fólk frekar slappt við að taka lýsi. Lýsisgjöf í skólum lagðist af fyrir áratugum og telur Laufey það miður. Það verður þó væntanlega að treysta foreldrum fyrir því að gefa börnum lýsi. Þó erfitt sé að rannsaka það telur Laufey einsýnt að munur sé á kynslóðunum, skólalýsiskynslóðunum og þeim sem eftir komu.

Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins birti rannsókn í dag sem sýndi að afar lítið er að eiturefnum í fiski á Íslandsmiðum. Enn ein vísbendingin um ótvíræða hollustu fisks og fiskafurða með góðu fitunni omega-3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×