Innlent

Nautakjötsskortur vaxandi

MYND/Pjetur Sigurðsson

Nautakjötsskorturinn fer enn vaxandi þar sem bændur setja nú allar kvígur á, til mjólkurframleiðslu, þrátt fyrir að verð til þeirra fyrir nautakjöt hafi hækkað um tæp 40% á aðeins tveimur árum.

Neysla mjólkur og mjólkurafurða hefur aukist talsvert meira síðustu misseri en reiknað hafði verið með og eru bændur nú hvattir til að framleiðs sem allra mest af mjólk, gangstætt því sem verið hefur oft áður.

Allar kvígur eru því settar á og aðeins bolakálfum lógað til neyslu. Þá eru mjólkurkýrnar ekki endurnýjaðar eins hratt og áður, heldur eru kvígur, sem bætast í þann hóp, hrein viðbót við mjólkurstofninn.

Þá hefur kálfadauði verið óvenju mikill víðast hvar á landinu undanfarin misseri, sem enn dregur úr kjötframleiðlsunni. Að mati kaupmanna var allt of seint farið að bregðast við skortinum með innlutningi, auk þess sem hann sé alltof takmarkaður.

Allt þetta bitni í fyrstu á neytendum og síðar meir á bændum þar sem hætt er við að neytendur venji sig á aðrar kjöttegundir við þessar aðstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×