Innlent

Impregilo bolar Íslendingum ekki burt

Ómar Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo.
Ómar Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo. MYND/Pjetur Sigurðsson

Ómar Valdimarsson, upplýsingafulltrúi Impregilo, segir fyrirtækið ekki vera að bola Íslendingum frá vinnu við Kárahnjúkavirkjun. Hann telur ekkert hæft í ummælum Odds Friðrikssonar, yfirtrúnaðarmanns starfsmanna á Kárahnjúkasvæðinu, um að fyrirtækið leggi trúnaðarmenn í einelti.

Oddur segir yfirmenn Impregilo markvisst reyna að bola trúnaðarmönnum burt af svæðinu. Framkoma þeirra jaðri við einelti. Einn af trúnaðarmönnum starfsmanna á Kárahnjúkum fékk sína þriðju áminningu í gær, sem er undanfari brottrekstrar.

Oddur segir áminningarnar tilefnislausar og settar fram til að losna við trúnaðarmenn sem séu að sinna skyldum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×