Innlent

450 hafa kostið utan kjörstaðar

f.v. Stefán Jón Hafstein, Dagur B. Eggertsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Öll sækjast þau eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor.
f.v. Stefán Jón Hafstein, Dagur B. Eggertsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Öll sækjast þau eftir 1. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í vor. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Um 450 manns höfðu kosið í utankjörstaðatkvæðagreiðslu Samfylkingarinnar nú undir hádegi. Nokkur spenna ríkir varðandi úrslit prófkjörsins flokksins sem fram fer um helgina, enda hart barist um efstu sætin.

Alls gefa 16 einstaklinga kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar. Prókjörið er opið og því er öllum þeim sem hafa náð 18 ára aldri og eiga lögheimili í reykavík er heimilt að kjósa.

Framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar segir að framundan sé spennandi prófkjör þar sem erfitt sé að spá um fjölda kjósenda, hvað þá úrslitin.

Stefán jón Hafstein borgarfulltrúi og frambjóðandi til 1. sætis á lista samfylkingarinnar tók forskot á sæluna og kaus í dag.

Utankjöstaðaratkvæðagreiðslu líkur í kvöld en prófökjörið hefst formlega á morgun. Hægt er að kjósa á fimm stöðum víða um borg og eru kjörstaðir opnir frá kl. 10 til 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×