Fleiri fréttir

Efnistaka úr Ingólfsfjalli

Ásýnd Ingólfsfjalls mun breytast töluvert ef áform Fossvéla ehf. um efnistöku úr fjallinu verða að veruleika. Samkvæmt frummatsskýrslu Fossvéla mun fjallsbrún Ingólfsfjalls breytast á kafla við efnistökuna, færast innar og lækka um áttatíu metra og neikvæð, sjónræn áhrif verða mikil og óafturkræf. Eins munu rásir þar sem efni verður ýtt niður ofan af fjallinu skilja eftir sig mikil ummerki sem sjást frá þjóðvegi og nærliggjandi þéttbýlum.

Skipað í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins

Guðni Ágússon hefur skipað í stjórn Hagþjónustu landbúnaðarins. Stjórnina skipa: Hallgrímur Snorrason hagstofustjóri, formaður; Ríkharð Brynjólfsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, varaformaður; og Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands, meðstjórnandi. Varastjórn skipa: Eiríkur Hilmarsson, staðgengill hagstofustjóra og skrifstofustjóri Hagstofu Íslands; Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknamála og deildarstjóri auðlindadeildar Landbúnaðar-háskóla Íslands; og Gunnar Guðmundsson, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands.

20 prósenta hækkun frá áramótum

Hlutabréf í Íslandsbanka og FL Group hafa hækkað um tuttugu prósent á þeim sextán dögum sem eru liðnir frá áramótum. Verðmæti Íslandsbanka eins og sér fer nú nærri að vera sama og áætluð útgjöld ríkissjóðs í ár samkvæmt fjárlögum.

Álverð aldrei hærra

Landsvirkjun hagnast verulega um þessar mundir á því að álverð á heimsmarkaði hækkar ört, en raforkuverð til álveranna hækkar ef álverð hækkar á heimsmarkaði.

Tvö innbrot í bíla

Rólegt hefur verið hjá lögreglunni í Reykjavík í morgun og svo virðist sem fólk sé farið að venjast færðinni og fari varlegar en ella. Aðeins hefur verið tilkynnt um eitt umferðaróhapp og tvö innbrot í bíla í morgun.

Stjórnlaust skip

Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip, skráð á Möltu, sem var á leið frá Norður-Noregi til Grundartanga, rekur stjórnlaust um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi eftir að aðalvél skipsins bilaði þar í gær.

Ráða ráðum sínum gegn Norðlingaölduveitu

Stjórnarandstæðingar komu saman til fundar á tólfta tímanum til að ræða sameiginlegan málflutning gegn því að ráðist yrði í framkvæmdir við Norðlingaölduveitu.

ENA stofnar þjónustunet

Stofnað hefur verið þjónustunet sem leysa á úr ágreininingsefnum milli kaupanda og seljenda yfir landamæri innan Evrópu. Markmið þjónustunetsins er að auka traust neytenda á Evrópu sem einu markaðssvæði. Til að kynna starfsemi sína hefur ENA, Evrópska neytendaaðstoðin, útbúið bæklins sem nálgast má á heimasíðu þeirra.

Vonar að tillagan verði samþykkt

Ólafur F. Magnússon ber upp tillögu um verndun Þjórsárvera í borgarstjórn á morgun og binda F-lista menn miklar vonir við að hún verði samþykkt en það yrði þá í fyrsta skipti sem borgarstjórn leggst gegn áformum ríkisvaldsins og Landsvirkjunar í virkjanamálum.

Nýskráðir bílar rúmum 52 prósentum fleiri í fyrra en árið 2004

Íslendingar að og Lettar bera höfuð og herðar yfir aðrar Evrópuþjóðir þegar miðað er við aukningu á nýskráðum bílum á milli ára. Nýskráningar jukust um ríflega 52 prósent hér á landi í fyrra miðað við árið 2004 en nýskráðum bílum á Evrópska efnahagssvæðinu öllu fækkaði hins vegar lítillega milli ára.

Máli Bubba gegn 365-prentmiðlum frestað

Fyrirtöku í meiðyrðamáli Bubba Morthens gegn 365-prentmiðlum sem átti að vera í dag var frestað þar sem lögmaður Bubba, Sigríður Rut Júlíusdóttir, er veik. Ný dagsetning á fyrirtöku málsins liggur ekki fyrir.

Trúfélög fái að gefa samkynhneigða saman

Siðmennt, félag siðrænna húmanista, hvetur allsherjarnefnd Alþingis til að breyta hjúskaparlögum þannig að skráð trúfélög fái að gefa saman samkynhneigða einstaklinga. Þannig geti trúfélög sem það vilja gefið saman samkynhneigð pör en önnur séu ekki skyldug til þess.

Ró á fasteignamarkaði

Nær helmingi færri fasteignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en í meðalviku. Alls seldust 88 eignir en síðustu tólf vikur hafa að meðaltali selst 150 íbúðir á viku.

Flughált á Hellisheiði og í Þrengslum

Flughált er á Hellisheiði, snjóþekja og éljagangur er í Þrengslum og hálka á Suðurlandi en þar stendur mokstur yfir. Þá er hálka og snjóþekja á Norðurlandi, Norðausturlandi og Vesturlandi. Ófært er yfir Eyrarfjall, Hrafneyrar og Dynjandisheiði og á Austurlandi er ófært yfir Fjarðarheiði, Breiðdalsheiði og Öxi

Ljóskerið til Massimo Santanicchia

Massimo Santanicchia hlaut verðlaunin Ljóskerið í samkeppni sem Orkuveita Reykjavíkur, Ljóstæknifélag Íslands og Tímaritið Ljós standa að og hlaut hann 500 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á verkinu. Í öðru sæti urðu arkitektarnir Sigurður Einarsson og Jón Stefán Einarsson hjá Batteríinu ehf. ásamt Jóni Otta SIgurðssyni tæknifræðingi og fengu þeir 400 þúsund krónur til áframhaldandi þróunar á ljóskerinu.

Stjórnlaust flutningaskip NA af Langanesi

Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip, skráð á Möltu, rekur stjórnlaust um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi eftir að aðalvél skipsins bilaði í gær. Tólf manns eru í áhöfn og er þeim ekki talin hætta búin þótt bræla sé á svæðinu. Skipið, sem heitir Wilson Tyne, var á leið til Grundartanga. Útgerð þess ákvað í gær að fá norskan dráttarbát til að koma skipinu til hjálpar, frekar en að leita aðstoðar Landhelgisgæslunnar, og er stór dráttarbátur væntanelgur að skipinu á morgun

Dómkirkjuprestur tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra

Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur hefur sótt um leyfi til að gefa samkynhneigð pör saman á sama hátt og gagnkynhneigð. Hann segir það rangt hjá biskupi að hvergi í kristinni kirkju séu samkynhneigðir gefnir saman líkt og gagnkynhneigðir. Dómkirkjuprestur segist tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra.

Erfðabreytileiki sem eykur verulega líkur á sykursýki fundinn

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið erfðabreytileika sem eykur verulega líkurnar á sykursýki. Þetta er í fyrsta sinn sem vísindamönnum tekst þetta. Eftir tvö ár ætti að vera hægt að beita þessari þekkingu í heilsugæslu til að greina hvort fólk sé í aukinni hættu á að fá sykursýki.

Uppkaupsmenn byrjaðir að kaupa hesthús á Heimsenda.

Undafarna mánuði hefur stjórn hestamannafélagsins Gusts barist fyrir tilverurétti sínum, en svokallaðir uppkaupsmenn hafa verið duglegir við að kaupa upp hesthús í Glaðheimum sem er félagssvæði þeirra.

Vélsleðaslys við Kirkjufellsvatn

Vélsleðaslys varð við Kirkjufellsvatn, sem er um 10 kílómetra norðan við Landmannalaugar, á fjórða tímanum í dag.

Féllu niður vök

Tvær konur féllu niður vök á Rauðavatni um klukkan eitt í dag. Þær voru á ferð með gönguskíðahóp og voru um 30 til 40 metra frá landi þegar þær fóru niður vökina. Flytja þurfti aðra konuna á slysadeild vegna gruns um ofkælingu en hinni konunni varð ekki meint af. Slökkviliðið vill vara fólk við að ganga á ísnum þar sem hann er mjög ótraustur.

Stríð þó vopnahlé sé í gildi

Íslenskur friðargæsluliði slapp ómeiddur þegar sprengja sprakk nálægt dvalarstað hans í borginni Batticaloa á Sri Lanka. Starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar Íslands á Sri Lanka segir ljóst að stríð geysi í landinu þó vopnahlé sé í gildi.

Opnað í Hlíðarfjalli

Opnað var í Hliðarfjalli í morgun og segir starfsfólk þar útlit fyrir góðan skíðadag.

Erling Ásgeirsson í 1. sæti

Erling Ásgeirsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fór fram í dag. Páll Hilmarsson varð í öðru sæti en Stefán Konráðsson í því þriðja. Kosningaþátttaka svar 81.2% og er prófkjörið því bindandi samkvæmt prófkjörsreglum Sjálfstæðisflokksins.

Fjögur sjúkraflug í dag

Mikið hefur verið að gera í sjúkraflugi í dag og hefur verið flogið fjórum sinnum. Þar af þurfti að sinna þremur sjúklingum strax. Flugfélag Íslands flaug í öll skiptin.

Sex á slysadeild vegna líkamsmeiðinga

Sex manns komu á slysadeild í morgun vegna líkamsmeiðinga og ofbeldisáverka. Einn maður var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að hann var sleginn niður.

Lést í umferðarslysi

Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut í Reykjavík í gærmorgun, hét Pétur Sigurðsson til heimilis að Geitlandi 8 Reykjavík. Hann var fæddur tuttugasta og sjöunda janúar árið 1946 og hefði því orðið sextugur í þessum mánuði. Pétur, sem var kjötiðnaðarmaður og strætisvagnabílstjóri, lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn.

Býst við fjörugum umræðum á launamálaráðstefnu

Formaður launanefndar sveitarfélaganna segir miklar væntingar til launamálaráðstefnu sem haldin verið næsta föstudag en að þau deilumál sem uppi eru í kjaramálum verði ekki leyst strax þann dag. Hann býst við fjörugum umræðum á ráðstefnunni þar sem fjárhagsleg staða sveitarfélaganna sé mjög mismunandi.

Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ

Prófkjör verður haldið í dag hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ vegna sveitastjórnakosninga í vor. Aðeins tveir bjóða sig fram í fyrsta sæti en það eru Erling Ásgeirsson og Páll Hilmarsson.

Tveir menn verða fyrir líkamsárás í nótt.

Rólegt var í öllum umdæmum lögreglunnar á landinu í gærkveldi og í nótt. Þó voru tvær líkamsárásir í Reykjavík. Um klukkan 7 í morgun var maður sleginn niður fyrir utan veitingastaðinn Amsterdam í Tryggvagötu.

Mannréttindaskrifstofa sækist eftir öllu fénu

Mannréttindaskrifstofa Íslands hyggst sækjast eftir öllum þeim átta milljónum króna sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið veitir til verkefna á sviði mannréttindamála. Þá mun skrifstofan halda áfram baráttu sinni fyrir því að fá fast fjármagn á fjárlögum.

LungA hlaut Eyrarrósina

LungA - listahátíð ungs fólks, Austurland varð hlutskarpasta verkefnið sem tilnefnt var til EyrarrósarinnarÞað var Dorrit Moussaieff, forsetafrú og sérlegur verndari Eyrarrósarinnar sem afhenti framkvæmdarstjóra LungA verðlaunin á Bessastöðum.

Sigvaldi Kaldalóns 125 ára

Sigvaldi Kaldalóns, eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar, hefði orðið hundrað tuttugu og fimm ára í dag. Sigvaldi samdi á annað hundrað söng- og kórlaga sem mörg hver njóta enn mikilla vinsælda.

Fádæma mikið álag á slökkviliði

Fádæma mikið hefur verið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins við sjúkraflutninga í dag. Frá klukkan hálfátta í morgun til klukkan tíu í kvöld fór slökkviliðið í 76 sjúkraflutninga en á meðaldegi eru flutningarnir á milli fjörutíu og fimmtíu talsins.

Börnum boðið á fjármálakvöld

Ófjárráða börn í Kópavoginu fengu í vikunni boð um að mæta á fjármálakvöld Landsbankans. Framkvæmdastjóri Landsbankans segir um misskiling að ræða.

Ódýrari tryggingar til skemmri tíma

Nýtt tryggingafélag, sem er í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar, býður bílatryggingar til mánaðar í senn. Félagið ætlar að bjóða tryggingar allt að fjórðungi undir listaverði tryggingafélaganna.

Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar

Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum.

Sjá næstu 50 fréttir