Innlent

Erling Ásgeirsson í 1. sæti

Erling Ásgeirsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ í dag.
Erling Ásgeirsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Garðabæ í dag.

Erling Ásgeirsson varð í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ sem fram fór í dag. Páll Hilmarsson varð í öðru sæti, Stefán Konráðsson í því þriðja og Sturla Þorsteinsson í því fjórða. Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir varð í fimmta sæti listans efst kvenna. Sjö konur og fimm karlar tóku þátt í prófkjörinu en sjö sæti voru í boði.

Alls greiddu 1.786 atkvæði í prófkjörinu og voru 96,6% atkvæði gild eða 1.726. Á kjörskrá voru 2.200 manns og því var kjörsókn 81,2%

Gunnar Einarsson, núverandi bæjarstjóri, sóttist ekki eftir sæti á listanum. Hann tók við bæjarstjórastarfinu á kjörtímabilinu þegar Ásdís Halla Bragadóttir hvarf til annarra starfa. Gunnar er ekki fulltrúi neins flokks, en Jón Guðmundsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, býst við að flokkurinn vilji hann áfram sem bæjarstjóra.

Athygli vekur að Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem sóttist eftir öðru sæti í prófkjörinu, hafnaði í því sjöunda.

Niðurstaða prófkjörsins:

1. Erling Ásgeirsson, 848 atkvæði í fyrsta sætið

2. Páll Hilmarsson, 664 atkvæði í fyrsta og annað sætið

3. Stefán Konráðsson, 798 atkvæði í fyrstu þrjú sætin

4. Sturla Þorsteinsson, 787 atkvæði í fjögur eftstu sætin

5. Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, 974 atkvæði í fimm efstu sætin

6. Ingibjörg Hauksdóttir

7. Laufey Jóhannsdóttir

8. Ragný Þóra Guðjohnsen

9. Erlingur Þór Tryggvason

10. María Grétarsdóttir

11. Auður Hallgrímsdóttir

12. Rannveig Hafsteinsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×