Innlent

Pólitískar ástæður réðu úrslitum þegar Reykjavíkurborg sleit viðræðum um sölu síns hlutar í Landsvirkjun

Það voru pólitískar ástæður en ekki fjárhagslegar sem réðu úrslitum þegar Reykjavíkurborg ákvað að slíta viðræðum um sölu á hlut borgarinnar í Landsvirkjun. Oddviti Vinstri-grænna í borgarstjórn, Árni Þór Sigurðsson, segir að frá þeirra sjónarhóli sé samfélagslegt eignarhald orkufyrirtækja og stóriðjustefnan höfuðatriði en ekki það verð sem fæst fyrir hlutinn.

Viðræður um kaup ríkisins á hlut Reykjavíkurborgar í Landsvirkjun hafa nú siglt í strand. Fulltrúar bæði meirihluta og minnihluta bókuðu reyndar allir á borgarráðsfundi síðastliðinn fimmtudag að það verðmat sem fyrir lægi væri óviðunandi. Þetta er þó ekki aðalatriði málsins.

Forystumenn Vinstir grænna telji það aukaatriði hvaða verð fáist fyrir Landsvirkjun. Meiri máli skipti það áhrifavald sem fylgi stjórnarsæti á mótun stóriðjustefnu í landinu og skipan raforkumála.

Vinstri grænir leggjast alfarið gegn hugmyndum um einkavæðingu Landsvirkjunar og í bókun meirihlutans er samfélagslegt eignarhald sérstaklega nefnt sem ástæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×