Innlent

Álverð aldrei hærra

Landsvirkjun hagnast verulega um þessar mundir á því að álverð á heimsmarkaði hækkar ört, en raforkuverð til álveranna hækkar ef álverð hækkar á heimsmarkaði.

Álverðið hefur þegar hækkað um rúm sex prósent frá áramótum, eða á hálfum mánuði. Síðustu sex mánuði nýliðins árs hækkaði það um rösk 30 próent og samkvæmt Reuters fréttastofunni er það nú komið upp í 2388 dollara tonnið, sem er hæsta heimsmarkaðsverð í 17 ár. Sé farið aftur í síðustu lægð þá fór áltonnið niður í 11 til 12 hundruð dollara á tonnið í ársbyrjun 1999 og var þá semsagt rúmum þúsund dollurum ódýrara en núna. RAforkusala Landsvilrkjunar til allra álveranna er tengd sveiflum á heimsmarkaðsverði á áli, þannig að Landsvirkjun verður að taka á sig lækkun á raforkuverði þegar álverðið sveiflast niður, en nýtur svo verðhækkana þegar álverðið fer aftur upp. Landsvirkjun gefur ekki upp hvað uppsveiflan síðustu sex mánuði hefur skilað Landsvirkjun umfram meðalverð undanfarinna tíu til fimmtán ára, en sérfræðingar segja að það skipti sjálfsagt einvherjum milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×