Innlent

Fádæma mikið álag á slökkviliði

Fádæma mikið hefur verið að gera hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins við sjúkraflutninga í dag. Frá klukkan hálfátta í morgun til klukkan tíu í kvöld fór slökkviliðið í 76 sjúkraflutninga en á meðaldegi eru flutningarnir á milli fjörutíu og fimmtíu talsins.

Mikið var um sjúkraflutninga vegna umferðarslysa, veikinda og flutninga milli sjúkrahúsa. Snemma í morgun mátti litlu muna að sjúkraflutningakerfi höfuðborgarsvæðisins springi.

Ekki var síður mikið að gera hjá Lögreglunni í Reykjavík, þar höfðu menn fengið tilkynningar um þrjátíu og sex árekstra frá klukkan átta í morgun en á meðaldegi eru um það bil fimmtán árekstrar tilkynntir til lögreglu og því má segja að um meira en tveggja daga skammt af árekstrum hafi verið að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×