Innlent

Ró á fasteignamarkaði

Nær helmingi færri fasteignir seldust á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku en í meðalviku. Alls seldust 88 eignir en síðustu tólf vikur hafa að meðaltali selst 150 íbúðir á viku.

Þá var meðaverðið nokkuð undir meðallagi, tæpar 28 milljónir í stað tæpra 29 milljóna. Enn meiri ró var yfir fasteignamarkaðinum á Akureyri, þar seldist aðeins um þriðjungur þess fjölda fasteigna sem alla jafna selst í viku hverri, verðið var þó fjórðungi yfir meðalverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×