Innlent

Sex á slysadeild vegna líkamsmeiðinga

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Mikið var að gera á slysadeild í morgun vegna líkamsárása. Klukkan 7 í morgun var maður sleginn niður fyrir utan veitingastaðinn Amsterdam í Tryggvagötu. Árásin sást í eftirlitsmyndavélum lögreglunnar og var sá er varð fyrir árásinni fluttur meðvitundarlaus á slysadeild.

Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og var hann einnig fluttur á slysadeild með brákaða hendi. Um sex leytið í morgun réðust fjórir menn að manni í Lækjargötu og var hann fluttur á slysadeild og er líðan hans eftir atvikum.

Að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn sem sleginn var niður í Tryggvagötu kominn til meðvitundar og verður útskrifaður seinna í dag. Alls voru sex manns sem komu á slysadeild snemma í morgun vegna ofbeldisverka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×