Innlent

Féllu niður vök

MYND/NFS

Tvær konur féllu niður vök á Rauðavatni um klukkan eitt í dag. Þær voru á ferð með gönguskíðahóp og voru um 40 metra frá landi þegar ísinn brotnaði undan þeim.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang og mættu meðal annars kafarar á svæðið. Ísinn er mjög þunnur og náðu þær ekki til botns þar sem þær fóru niður.

Þær náðu að hanga á ísnum en komust ekki upp þar sem hann brotnaði stanslaust undan þeim. Þær höfðu verið í vatninu í um korter þegar óskað var eftir aðstoð slökkviliðs.

Tíu mínútum eftir það tókst að ná konunum upp úr. Flytja þurfti aðra konuna á slysadeild vegna gruns um ofkælingu en hinni konunni varð ekki meint af. Slökkviliðið vill vara fólk við að ganga á ísnum þar sem hann er mjög ótraustur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×