Innlent

Börnum boðið á fjármálakvöld

Börn á öllum aldri í Kópavogi fengu boð á fjármálakvöld hjá Landsbankanum.
Börn á öllum aldri í Kópavogi fengu boð á fjármálakvöld hjá Landsbankanum. MYND/Vilhelm

Ófjárráða börn í Kópavoginu fengu í vikunni boð um að mæta á fjármálakvöld Landsbankans. Framkvæmdastjóri Landsbankans segir um misskiling að ræða.

Í byrjun vikunnar fengu allir viðskiptavinir Landsbankans í Kópavogi sent bréf þar sem þeim var boðið að mæta á fjármálafræðslukvöld á vegum bankans. Bréfið fór meðal annars til allra ófjárráða viðskiptavina Landsbankans í Kópavoginu. Þannig fengu börnin sjálf boð um að mæta á þetta fjármálafræðslukvöld en ekki foreldrar þeirra fyrir þeirra hönd eins og venja er og kom þetta einhverjum þeirra á óvart.

Í byrjun vikunnar fengu allir viðskiptavinir Landsbankans í Kópavogi sent bréf þar sem þeim var boðið að mæta á fjármálafræðslukvöld á vegum bankans. Bréfið fór meðal annars til allra ófjárráða viðskiptavina Landsbankans í Kópavoginu. Þannig fengu börnin sjálf boð um að mæta á þetta fjármálafræðslukvöld en ekki foreldrar þeirra fyrir þeirra hönd eins og venja er og kom þetta einhverjum þeirra á óvart.

Hermann Jónasson framkvæmdastjóri Landsbankans segir að menn þar á bæ hafi áttað sig mjög fljótt á mistökunum og strax daginn eftir var sent út afsökunarbréf til foreldra og forráðamanna barnana. En Hermann segir stefnu bankans skýra í þessum málum. Bréf séu alltaf stíluð á foreldra og forráðamenn barna en ekki þau sjálf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×