Innlent

Dómkirkjuprestur tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra

Hjörtur Magni Jóhannsson Fríkirkjuprestur hefur sótt um leyfi til að gefa samkynhneigð pör saman á sama hátt og gagnkynhneigð. Hann segir það rangt hjá biskupi að hvergi í kristinni kirkju séu samkynhneigðir gefnir saman líkt og gagnkynhneigðir. Dómkirkjuprestur segist tilbúinn að blessa sambönd samkynhneigðra.

Umræðan um kirkjuna og samkynhneigða hefur verið áberandi um skeið og jókst til muna eftir umdeild ummæli biskups um áramótin. Kirkjustarf í Reykjavík bar þess merki í dag að málið væri brýnt. Hjálmar Jónsson Dómkirkjuprestur fjallaði um það í predikun sinni í morgun og sagðist þess fullviss að lausn á vandanum fyndist og benti á að biskup hefði fundið blessunarform fyrir samkynhneigða. En nú væri millibilsástand.

Í Fríkirkjunni var þétt setinn bekkurinn, en messan þar var helguð réttindabaráttu samkynhneigðra. Fjöldi tónlistarmanna flutti verk sín og fulltrúar samkynhneigðra, þau Ragnhildur Sverrisdóttir og Sigursteinn Másson fluttu predikunarorð.

Hjörtur Magni, Fríkirkjuprestur, segir dapurt ef á að bíða með þetta mál og að í nafni trúarinnar sé verið að koma í veg fyrir að réttlætismál nái fram að ganga. Hræðsluáróður sé upp. Hann segir ekki rétt hjá biskupi að hvergi í kristinni kirkju séu samkynhenigðir gefnir saman á sama hátt og gagnkynhneigðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×