Innlent

Stjórnlaust skip

Rúmlega sjö þúsund tonna flutningaskip, skráð á Möltu, sem var á leið frá Norður-Noregi til Grundartanga, rekur stjórnlaust um 200 sjómílur norðaustur af Langanesi eftir að aðalvél skipsins bilaði þar í gær.

Skipið valt mikið í vondum sjó fyrst eftir að vélin bilaði, en nú hefur verður skánað á svæðinu. Tólf manns eru í áhöfn og er þeim ekki talin hætta búin nema veður versni aftur til muna. Skipið, sem heitir Wilson Tyne, var á leið frá Leirpollen í Noðrur Noregi til Grundartanga með kvars til Járnblendifélagsins. Útgerð þess ákvað í gær að fá norskan dráttarbát til að koma skipinu til hjálpar, frekar en að leita aðstoðar Landhelgisgæslunnar, og er stór dráttarbátur væntanelgur að skipinu síðdegis á morgun. Það verður dregið til Noregs, þar sem gert verður við vélina, en Járnblendiverksmiðjan á nægan lager af kvarsi til framleiðslu sinnar þrátt fyrir að talsverð töf verði á komu skipsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×