Innlent

Uppkaupsmenn byrjaðir að kaupa hesthús á Heimsenda.

Undafarna mánuði hefur stjórn hestamannafélagsins Gusts barist fyrir tilverurétti sínum, en svokallaðir uppkaupsmenn hafa verið duglegir við að kaupa upp hesthús í Glaðheimum sem er félagssvæði þeirra. Eftir að stjórn Gusts tók í taumana og gekk inní sex kaupsamninga sem verktakar höfðu gert við kaupendur snéru þeir sér þá að næsta hverfi í nágrenninu. Skammt frá Gusti er hesthúsahverfið Heimsendi og hefur NFS áreiðanlegar heimildir fyrir því að sömu verktakar séu þegar búnir að festa kaup á tveimur hesthúsum þar. Oddný Erlendsdóttir formaður hesthúsaeigendafélagsins á Heimsenda er uggandi yfir framgangi mála. Það er ekki ósennilegt að verktakar fari víða til að kaupa upp hesthús þar sem land hestamannafélaga virðist vera mjög svo verðmætt um þessi misserin og spurningin er hvort þeir endi á félagssvæði hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ, en þá eru þeir búnir að ná hinum gullna þríhyrning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×